- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfyssingar héldu meisturunum við efnið

Arnór Snær Óskarsson í leik með Val á síðustu leiktíð. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslandsmeistarar Vals halda sínu striki í Olísdeild karla. Þeir unnu Selfoss í kvöld í Orighöllinni, 38:33, í fyrsta leik sínum í deildinni í 18 daga. Valur var einnig fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 21:16, og hefur þar með 14 stig eftir átta leiki í efsta sæti. Selfoss situr í fimmta sæti með níu stig.

Leikurinn var hraður og skemmtilegur. Virkilega var gaman að sjá hversu áræðnir leikmenn Selfoss voru.


Leikmenn Selfoss héldu Valsmönnum við efnið lengst af, ekki síst eftir að þeir bökkuðu aftur í sex núll vörn eftir að hafa reynt að mæta Valsmönnum framar á upphafsmínútunum en ekki orðið ágengt.


Ungir leikmenn Selfoss voru hvergi bangnir við meistarana og náðu á tíðum góðum rispum auk þess sem unglingalandsliðsmarkvörðurinn Jón Þórarinn Þorsteinsson reif upp stemninguna eftir að hann kom í markið eftir um 20 mínútna leik. Eftir að hafa lent sjö mörkum undir í fyrri hálfleik komu leikmenn Selfoss til baka og minnkuðu muninn í þrjú mörk, 19:16. Nær gátu þeir ekki komist en vantaði herslumun og nákvæmni, ekki síst þegar þeir voru manni fleiri.


Valur náði að halda Selfossliðinu í hæfilegri fjarlægð, þremur til fimm mörkum, allan síðari hálfleikinn. Víst er að meistararnir fengu alveg að hafa fyrir sigrinum þótt hann hafi aldrei verið í hættu.


Mörk Vals: Vignir Stefánsson 7, Magnús Óli Magnússon 7, Þorgils Jón Svölu Baldursson 5, Finnur Ingi Stefánsson 5, Tjörvi Týr Gíslason 4, Arnór Snær Óskarsson 4/2, Benedikt Gunnar Óskarsson 3, Aron Dagur Pálsson 2, Agnar Smári Jónsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 29,8%.

Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 8/4, Sigurður Snær Sigurjónsson 6, Elvar Elí Hallgrímsson 5, Guðmundur Hólmar Helgason 4, Ísak Gústafsson 4, Guðjón Baldur Ómarsson 3, Gunnar Kári Bragason 2, Tryggvi Sigurberg Traustason 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 13/1, 36,1% – Vilius Rasimas 1, 6,3%.

Staðan í Olísdeild karla:

Valur8701263 – 22014
Fram8431237 – 23011
Afturelding8512232 – 21311
FH8422228 – 22810
Selfoss8413248 – 2389
Stjarnan8332231 – 2289
ÍBV7322242 – 2068
KA8224225 – 2376
Grótta6213168 – 1645
Haukar7214196 – 1975
ÍR8206220 – 2784
Hörður8008231 – 2820

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -