- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sér fram á 26. stórmótið – einstakur árangur Guðmundar

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik karla, sér fram á að taka þátt í sínu 26. stórmóti handknattleik á ferlinum í janúar á næsta ári þegar íslenska landsliðið verður með á Evrópumótinu sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu.


Samkvæmt kokkabókum handbolta.is hefur Guðmundur Þórður verið landsliðsþjálfari þriggja landsliða á 18 stórmótum auk þess sem hann var þátttakandi í sjö stórmótum sem landsliðsmaður á níunda áratug síðustu aldar. Mótin 25 sem eru að baki ná yfir fimm áratugi. Það fyrsta var 1981 og það síðasta sem er yfirstaðið er HM 2021 í Egyptalandi.


EM2022 verður þar með 19. stórmótið sem Guðmundur Þórður tekur þátt í sem landsliðsþjálfari.


Sem landsliðsmaður Íslands:
HM 1986, HM 1990, Ólympíuleikarnir 1984, 1988, B-HM 1981, 1983, 1989.
Sem landsliðsþjálfari Íslands:
HM 2003, 2011, 2019, 2021.
EM 2002, 2004, 2010, 2012, 2020.
Ólympíuleikar: 2004, 2008, 2012.
Sem aðstoðarþjálfari Íslands:
HM 2007.
Sem landsliðsþjálfari Danmerkur:
HM 2015, 2017.
EM 2016.
Ólympíuleikar 2016.
Sem landsliðsþjálfari Barein:
Asíumótið 2018.


Ekki er hlaupið að því að grafa upp hvort nokkur landsliðsþjálfari í sögunni hafi tekið þátt í fleiri stórmótum sem leikmaður og þjálfari þar sem gagnagrunnar eru fáir og smáir. Í fljótu bragði er ekki hægt að útiloka að Rússinn Vladimir Maksimov eigi metið en hann tók þátt í nokkrum stórmótum með sovéska landsliðinu áður en hann varð landsliðsþjálfari Rússa um langt árabil. Annar sem hugsanlega kemur til greina er Valero Rivera núverandi landsliðsþjálfari Katar og fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari spænska landsliðsins.

Ef lesendur hafa upplýsingar eru þær vel þegnar á netfangið [email protected].

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -