- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sex ár frá síðasta leik við Tékka – 15 leikir frá árinu 2000

Janus Daði Smárason er einn af sex leikmönnum íslenska landsliðsins í dag sem tók þátt í viðureigninni til Tékka í Borno í júní 2017. Mynd/Kristján Orri - HSÍ
- Auglýsing -

Sex ár eru liðin síðan landslið Íslands og Tékklands mættust síðast í handknattleik í karlaflokki. Síðasti leikur var Brno í Tékklandi 14. júní 2017. Eins og nú þá var viðureignin liður í undankeppni EM. Tékkar höfðu betur, 27:24, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 14:9. Íslenska landsliðið vann nauman sigur í Laugardalshöll í nóvember 2016, 25:24.

Tékkar náðu öðru sæti í riðlinum í undankeppninni 2017 fyrir lokakeppni EM 2018 á eftir Norður Makedóníu. Ísland komst áfram sem eitt þeirra liða sem náðu bestum árangri í þriðja sæti í riðlum undankeppninnar.

Sex leikmenn sem tóku þátt í leiknum í Brno 2017 taka þátt í viðureigninni við Tékka í kvöld. Sexmenningarnir eru: Arnar Freyr Arnarsson, Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson, Björgvin Páll Gústavsson, Janus Daði Smárason og Ýmir Örn Gíslason.

Hér fyrir neðan eru úrslit í leikjum Íslands og Tékklands í handknattleik karla frá upphafi aldarinnar. Íslenska landsliðið hefur unnið átta leiki, Tékkar fjórum sinnum og þrisvar hefur verið skilið með skiptan hlut.

30/5/20002522ÍslandTékkland
31/5/20002029ÍslandTékkland
28/1/20012929ÍslandTékkland
25/1/20043030ÍslandTékkland
23/1/20053434ÍslandTékkland
13/1/20072729ÍslandTékkland
14/1/20073432ÍslandTékkland
5/6/20072928ÍslandTékkland
6/6/20072625ÍslandTékkland
13/1/20083230ÍslandTékkland
14/1/20083328ÍslandTékkland
11/1/20093428ÍslandTékkland
22/1/20152536ÍslandTékkland
2/11/20162524ÍslandTékkland
14/6/20172427ÍslandTékkland

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -