- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sex landslið með á fyrsta HM í hjólastólahandbolta

HM í hjólastólahandbolta fer fram í Kaíró. Mynd/IHF
- Auglýsing -

Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, stendur fyrir fyrsta heimsmeistaramótinu í hjólastólahandbolta frá 22. til 25. september í Kaíró í Egyptalandi. Um verður að ræða blönduð lið karla og kvenna. Landslið sex þjóða taka þátt í mótinu.


Keppnisliðin eru frá Hollandi, Slóveníu, Brasilíu, Chile, Egyptalandi og Indlandi. Í hverjum leik verða að lágmarki að vera átta leikmenn í hverju liði en að hámarki 10, þar af verða að lágmarki að vera tvær konur.


Mótið fer fram í hinni glæsilegu Dr Hassan Moustafa Sports Hall sem reist var fyrir heimsmeistaramótið 2021 og er í 6. okótberhverfi Kaíróborgar, ekki fjarri Gizasléttunni.


Hjólastólahandbolti hefur átt vaxandi vinsæla að fagna víða í Evrópu og í Suður-Ameríku, eftir því fram kemur í tilkynningu á vef IHF. Leikmenn liðanna hafa reynslu af margvíslegum íþróttum áður en þeir sneru sér að hjólastólahandbolta.


Fimm liðanna sem taka þátt í mótinu hafa talsverða alþjóðlega keppnisreynslu. Indverska landsliðið er lítt reynt. Það er skipað sjö körlum og þremur konum.


Mótið hefst á fimmtudagsmorgun með viðureign Brasilíu og Slóveníu. Í kjölfarið mætast landsliðs Chile og Hollands.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -