- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sex lið Íslendinga í pottinum

Gísli Þorgeir Kristjánsson tverður í eldlínunni með Magdeburg í Evrópudeildinni í vetur. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

Rússneska liðið CSKA Moskva tryggði sér í morgun síðasta lausa sætið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla. Moskvu-liðið vann Bjerringbro/Silkeborg, 33:24, í síðari leik liðanna á heimavelli. Danirnir höfðu þriggja marka forskot eftir fyrri leikinn en það fór fyrir lítið þegar á hólminn var komið í Moskvu.


Þar með er ljóst hvaða 24 lið verða í pottinum þegar dregið verður í fjóra sex liða riðla í Evrópudeildini. Dregið verður í fyrramálið.


Sex lið þar sem Íslendingar koma við sögu taka þátt í riðlakeppninni. IFK Kristianstad sem Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson leika með, GOG sem markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með, Rhein-Neckar Löwen hvar Alexander Petersson og Ýmir Örn Gíslason er leikmenn, Alingsås með Aron Dag Pálsson, SC Magdeburg með þá Gísla Þorgeir Kristjánsson og Ómar Inga Magnússon innanborðs og loks Kadetten Schaffhausen frá Sviss sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar.


Í gærkvöld og í morgun komust eftirfarandi lið áfram þegar 3. umferð keppninnar lauk:
IFK Kristianstad, GOG, Rhein-Neckar Löwen, Montpellier HB, RK Nexe, Sporting CP, Füchse Berlín, Fenix Toulouse Handball, HC Metalurg, RK Trimo Trebnje, og CSKA Moskva.


Liðin sem fóru ekki í gegnum undankeppnina:
Alingsås HK, SC Magdeburg, Kadetten Schaffhausen, Ademar Léon, USAM Nimes Gard, , Grundfos Tatabanya KC, HC Eurofarm Pelister, Orlen Wisla Plock, Dinamo Bucuresti, Chekhovskie medvedi, Tatran Presov, Besiktas Aygaz.


Þegar riðlakeppninni verður lokið tekur við 16-liða útsláttarkeppni í lok mars, því næst átta liða úrslit í apríl og loks úrslitahelgi Evrópudeildarinnar með fjórum liðum 22. og 23. maí 2021.

Evrópudeildin var sett á laggirnar í sumar og leysir af EHF-keppnina og tekur að hluta til á móti fækkun liða í Meistaradeild Evrópu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -