- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sex marka tap hjá Degi í fyrsta leik í Noregi

Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Króata. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Króatíska landsliðið í handknattleik karla, undir stjórn Dags Sigurðssonar, tapaði fyrir Noregi í upphafsleik Gjensidige Cup-alþjóðlegs-mót sem hófst í Arendal í Noregi í kvöld, 32:26. Norðmenn voru tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:14. Norðmenn keyrðu upp hraðann þegar á leið og tókst Króötum ekki að fylgja þeim eftir.

Leikurinn er sá fyrsti hjá Degi með króatíska liðið síðan það vann sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikunum í forkeppni sem fram fór í Þýskalandi í mars, rétt eftir að Dagur tók við sem landsliðsþjálfari.

Alexander Blonz var markahæstur í norska landsliðinu með 11 mörk. Ivan Martinovic skoraði átta mörk og var markahæstur hjá Króötum sem mæta landsliði Argentínu á laugardag og heimsmeisturum Dana á sunnudaginn. Leikirnir eru kærkominn undirbúningur fyrir Ólympíuleikana í sumar þar sem öll landsliðin fjögur verða með.

Dagur segir í viðtali á X-síðu króatíska handknattleikssambandsins að lið sitt hafi haft í fullu tré við það norska framan af viðureigninni. Hinsvegar hafi það ekki fengið við neitt ráðið þegar Norðmönnum keyrðu upp hraðann. Viðtalið er að finna hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -