Ungmennalandslið Íslands í handknattleik karla, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, tapað fyrri vináttuleiknum við færeyska jafnaldra sína í Hoyvíkshøllinni í dag, 39:33. Liðin eigast við á nýjan leik á sama stað á morgun. Um er að ræða undirbúningsleiki beggja liða fyrir þátttöku á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Podgorica í Svartfjallalandi í byrjun ágúst.
Samkvæmt upplýsingum af Facebooksíðu Handknattleikssambands Færeyja þá voru heimamenn með fimm marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 21:16.
Færeyska liðið náði yfirhöndinni um miðjan fyrri hálfleik og var með fjögurra til sjö marka forystu allt til enda. Leikstjórnandinn Óli Mittún lék íslensku varnarmennina grátt og skoraði 12 mörk.
Mörk Íslands: Elmar Erlingsson 10, Skarphéðinn Ívar Einarsson 5, Kjartan Þór Júlíusson 4, Andrés Marel Sigurðsson 3, Bikir Snær Steinsson 3, Atli Steinn Arnarsson 2, Sæþór Atlason 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 1, Hinrik Hugi Heiðarsson 1, Viðar Ernir Reimarsson 1, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 1.
Í markinu stóð Ísak Steinsson og varði 8 skot.
- Auglýsing -