- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sex mörk og fimm stoðsendingar hjá fyrirliðanum

Díana Dögg Magnúsdóttir. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

Díana Dögg Magnúdóttir var markahæst með sex mörk og átti fimm stoðsendingar fyrir lið sitt BSV Sachsen Zwickau í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Dortmund á heimavelli, 32:22, í upphafsleik 7. umferðar þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í Zwickau í kvöld. Með sigrinum fór Dortmund í efsta sæti deildarinnar en Díana Dögg og stöllur eru enn í næsta neðsta sæti með tvö stig.


Dortmund hefur leikið tveimur leikjum fleira en meistarar Bietigheim sem eru í öðru sæti með fullt hús stiga eftir fimm leiki.

Í stóru hlutverki

Díana Dögg, sem er fyrirliði BSV Sachsen Zwickau, skapaði þrjú marktækifæri, fiskaði tvö vítaköst og vann tvo andstæðinga sína af leikvelli í tvær mínútur. Eyjakonan var talsvert klippt út úr leik Zwickau-liðsins enda í stóru hlutverki í sóknarleiknum.


Sara Odden fyrrverandi leikmaður Hauka átti tvö markskot fyrir Zwickar en náði ekki að skora. Odden var einu sinni vísað af leikvelli.


Þýska landsliðskonan Alina Grijseels var markahæst hjá Dortmund með sjö mörk.

Meiri barátta og vilji

BSV Sachsen Zwickau þótti leika af töluvert meiri baráttu og vilja en í undanförnum leikjum. Leikur liðsins var nokkuð sveiflukenndur. Það byrjaði vel en var komið fimm mörkum undir áður en fyrri hálfleikur var úti, 15:10. Í síðari hálfleik tókst BSV Sachsen Zwickau að ná forskoti Dortmund niður í tvö mörk áður en munurinn jókst á ný.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -