- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sextán marka íslenskur sigur í Lúxemborg

Elín Klara Þorkelsdóttir og Katrín Tinna Jensdóttir í fyrri leiknum við Lúxemborg í undankeppninni á Ásvöllum í október á síðasta ári. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið steig stórt skref í átt að lokakeppni Evrópumótsins í handknattleik kvenna með stórsigri, 31:15, á landsliðið Lúxemborgar í næst síðustu umferð 7. riðli undankeppninni í kvöld. Leikið var í Centre sportif National d’COQUE í Lúxemborg. Eftir brösótta byrjun var íslenska liðið með 10 marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 15:5.


Aldrei lék heldur vafi á í síðari hálfleik. Þegar hann var hálfnaður var forskot Íslands 13 mörk, 23:10.

Fjórtán af sextán leikmönnum íslenska landsliðsins skoruðu mark að þessu sinni.

Þórey Rósa Stefánsdóttir lék lítið í síðari hálfleik. Í sjónvarpsútsendingu sást að hún var með kæliumbúðir við vinstra hné. Vonandi er það ekki hættumerki.

Síðasti leikur Íslands í undankeppninni verður gegn Færeyingum á Ásvöllum á sunnudaginn. Flautað verður til leiks klukkan 16. Frítt verður inn í boði Icelandair. Þar verður um að ræða úrslitaleik um annað sæti riðilsins en tvö efstu lið hvers riðils eru örugg um sæti í lokakeppninni auk þess sem fjögur af átta liðum sem hafna í þriðja sæti komast ennfremur áfram.

Íslenska liðið hefur fimm marka forskot á færeyska liðið eftir 28:23 sigur í Þórshöfn í október.

Þótt fimmtu og næst síðustu umferð ljúki ekki í öllum riðlum fyrr en á morgun þá er nokkuð ljóst að íslenska liðið stendur afar vel að vígi í kapphlaupinu um EM-farseðlana hvernig sem leikurinn fer á fimmtudaginn. Í dag heltust t.d. Grikkland og Litáen úr lestinni í kapphlaupinu um að verða komast á EM í gegnum þriðja sætið. Þar á ofan er vonlítið að Kosovó blandi sér í baráttuna um að verða eitt af þriðja sætis liðunum sem fer áfram. Himinn og haf skilja að Pólland og Kósovó sem eiga að mætst á morgun og aftur á sunnudag.

EM kvenna ’24: Úrslit og staðan – 5. og 6. umferð

Mörk Íslands: Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Elín Rósa Magnúsdóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Lilja Ágústsdóttir 3, Elísa Elíasdóttir 2, Elín Klara Þorkelsdóttir 2, Andrea Jacobsen 1, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 1, Hafdís Renötudóttir 1, Thea Imani Sturludóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1, Tinna Sigurrós Traustadóttir 1, Katrín Tinna Jensdóttir 1.
Varin skot: Elín Jóna Þorsteinsdóttir 8, 61,5% – Hafdís Renötudóttir 6, 37,5%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -