- Auglýsing -
- Auglýsing -

Síðari hálfleikur var stórkostlegur – stoltur pabbi

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Það er leiðinlegt Eyjamanna vegna hvernig fór en vitanlega er ég og við þeim mun glaðari með úrslitin. Síðari hálfleikur var stórkostlegur hjá okkur. Það skoruðu allir og úr hvaða skoti sem var. Ég er mjög sáttur,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari bikarmeistara Vals í samtali við handbolta.is eftir að hann stýrði Val til sigurs í Powerade-bikarnum í handknattleik karla í Laugardalshöll í kvöld, úrslitin 43:31, eftir að staðan var 17:15, Val í vil eftir fyrri hálfleik.

Vantaði meiri ró

„Eyjamenn voru frábærir framan af leiknum. Þeir voru grimmari en við. Skotin þeirra rötuðu í netið og við fengum heldur engin hraðaupphlaup. Við vorum full spenntir lengi vel í fyrri hálfleik. Um leið og við náðum ákveðinni ró þá batnaði leikur okkar. Það er kúnstin við að stýra þessu liði,“ sagði Óskar Bjarni

Erfitt að eiga við vörnina

„Þegar á leið leikinn þá fannst mér Eyjamenn þreytast um leið og vörnin okkar batnaði, við náðum stoppum og Bjöggi fór að verja. Í kjölfarið fengum við hvert hraðaupphlaupið á fætur öðru. Þá fór okkar bolti að rúlla. Þess utan erum við með mjög stóran hóp af frábærum varnarmönnum. Um leið og vörnin smellur hjá okkur þá er erfitt að eiga við hana.“

Heimir átti kollgátuna

Sonur Óskars Bjarna þjálfara, Benedikt Gunnar, átti sannkallaðan stórleik og skoraði 17 mörk átti fimm stoðsendingar.

„Heimir Ríkarðs, einn af mínum frábæru aðstoðarmönnum, sagði mér fyrir leikinn að þetta yrði leikurinn hans Benna. Það væri þannig ára yfir honum. Það kom í ljós að Heimir átti kollgátuna. Benna langar mjög að kveðja uppeldisfélagið sitt með titli en það var kannski óþarfi að skora 17 mörk,“ sagði Óskar léttur í bragði og bætti við að hann og þessi frábæru aðstoðarmenn væru auk Heimis, Anton, Jón Gunnar og Finnur.

Stoltur pabbi

„Benni var mjög góður eins og margir aðrir í Valsliðinu. Við vorum frábærir. Ég er stoltur pabbi. Ég viðurkenni það,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari bikarmeistara Vals í samtali við handbolta.is.

Tengt efni:

Valsmenn fóru illa með Eyjamenn – stórkostlegur leikur Benedikts Gunnars

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -