- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Síðari hálfleikur var upp á tíu

Ýmir Örn Gíslason er klár í slaginn gegn Alsír annað kvöld á HM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Eftir að þeir fóru í sjö og sex seint í fyrri hálfleik þá unnum við fjóra bolta í röð í vörninni og þá snerist leikurinn. Fyrsta korterið eða 20 mínúturnar voru alls ekki nóg góðar hjá okkur,“ sagði Ýmir Örn Gíslason sem fór á kostum í vörn íslenska landsliðsins þegar það lagði Portúgala, 32:23, í undankeppni EM2022 í Schenker-höllinni á Ásvöllum í kvöld.

„Þegar okkur tókst að kveikja á vörninni þá kom leikurinn. Við náðum að þétta betur vörnina, loka á Portúgalina auk þess sem okkur tókst einnig að refsa þeim betur með hröðum upphlaupum og seinni bylgju. Síðari hálfleikur var upp á tíu hjá okkur eða því sem næst sem sést best á að það varð nærri því fimmtán marka sveifla á síðustu 35 mínútum leiksins. Gústi hjálpaði okkur líka mikið í markinu. Þannig að um frábæran liðssigur var að ræða þegar upp var staðið,“ sagði baráttujaxlinn sem gaf ekki þumlung eftir í hjarta varnarinnar.

Vællinn kveikir í mér

Ýmir Örn sagði að vörnin hafi verið góð í fyrri leiknum ytra en fyrstu 20 mínúturnar í dag voru ekki viðunandi. „En ég er rosalega ánægður með það sem við skiluðum frá okkur í síðari hálfleik. Við buðum þeim ekki upp á góð færi. Við vorum fastir fyrir. Það er okkar vopn,“ sagði Ýmir Örn ennfremur en honum leiddist ekki að vera í miðjum hasarnum. „Þeir eiga ekki skilið að gefa þeim eitthvað eftir. Um leið og menn byrja að væla þá kveikir það venjulega betur í mér,“ sagði Ýmir Örn Gíslason glaður í bragði.

Hingað og ekki lengra! Elvar Örn Jónsson og Ýmir Örn Gíslason stöðva för portúgalsks leikmanns í átt að marki Íslands í kvöld. Mynd/Guðmundur Lúðvíksson
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -