- Auglýsing -
- Auglýsing -

Síðasta farseðlinum á HM ráðstafað

Merki handknattleikssambands Chile.
- Auglýsing -

Chile fékk síðasta farseðillinn á heimsmeistaramótið í handknattleik karla sem haldið verður í Egyptalandi frá 13. – 31. janúar á næsta ári. Alþjóða handknattleikssambandið staðfesti í morgun ósk frá Handknattleikssambandi Mið- og Suður-Ameríkuríkja þess efnis og handbolti.is sagði frá á dögunum.

Áður hafði undankeppni á þessu slóðum verið felld niður vegna kórónuveirunnar. Undankeppnin átti að fara fram í kringum nýliðin mánaðarmót. Í henni ætluðu landslið Kólumbíu, El Salvador, Chile og Paragvæ reyna með sér og kljást um farseðilinn. Áður höfðu Argentína, Brasilía og Úrúgvæ tryggt sér keppnisrétt á HM. Úrúgvæ verður með í fyrsta sinn.

Chile hefur verið þátttakandi á öllum heimsmeistaramótum karla frá 2011.


Þar með hefur verið skipað í alla riðlana. Þeir líta þannig út:
A-riðill: Þýskalandi, Ungverjland, Úrúgvæ, Grænhöfðaeyjar.
B-riðill: Spánn, Túnis, Brasilía, Pólland.
C-riðill: Króatía, Katar, Japan, Angóla.
D-riðill: Danmörk, Argentína, Barein, Kongó.
E-riðill: Noregur, Austurríki, Frakkland, Bandaríkin.
F-riðill: Portúgal, Alsír, Ísland, Marokkó.
G-riðill: Svíþjóð, Egyptaland, Tékkland, Chile.
H-riðill: Slóvenía, Hvíta-Rússland, Suður-Kórea, Rússland.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -