- Auglýsing -
- Auglýsing -

Síðasta leik lauk með 13 marka mun

Leikmenn íslenska landsliðsins fagnar sigri á Serbum í undankeppni EM í haust. Famundan er leikur á útivelli við Serba í undankeppni EM. Mynd/Mummi Lú
  • Síðast mættust landslið Íslands og Tyrklands í kvennaflokki  á handknattleiksvellinum í SC Boris Trajkovski-íþróttahöllinni í Skopje í Norður-Makedóníu 30. nóvember 2018. Viðureignin var liður í forkeppni fjögurra landsliða fyrir heimsmeistaramótið 2019. Íslenska landsliðið vann leikinn örugglega, 36:23, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:14.
  • Sjö leikmenn af 16 leikmönnum íslenska landsliðsins þá eru í landsliðshópnum sem tekur þátt í leik Tyrklands og Íslands í Kastamonu á morgun: Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir, Hafdís Renötudóttir, Helena Rut Örvarsdóttir, Lovísa Thompson, Thea Imani Sturludóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir. Sú síðastnefnda var næst markahæst í íslenska liðinu í leiknum með sjö mörk. 
  • Af þeim 20 leikmönnum sem valdir voru til æfinga tyrkneska landsliðsins tóku átta þeirra þátt í leiknum SC Boris Trajkovski 30. nóvember 2018. 
  • Þrír leikmenn í tyrkneska landsliðshópnum leika utan heimalandsins, Beyza Irem Türkoglu sem leikur með danska stórliðinu Esbjerg, Fatma Kücükyildiz er hjá þýsku meisturunum Borussia Dortmund og Asli Iskit hjá Thüringer HC í Þýskalandi. 
  • Sex leikmenn í 20 manna hóp tyrkneska landsliðsins sem valinn var fyrir leikina við íslenska landsliðið í undankeppni EM eru liðsmenn Kastamonu BLD GSK sem tók þátt í Meistaradeild Evrópu í vetur. Liðið komst ekki áfram í útsláttarkeppnina sem er framundan.
  • Leikurinn í SC Boris Trajkovski-íþróttahöllinni í Skopje 2018 er væntanlega hinni þrautreyndu handknattleikskonu Mörthu Hermannsdóttur minnistæðari en öðrum leikmönnum íslenska landsliðsins enda var þetta hennar fyrsti landsleikur.
  • Viðureign Tyrklands og Íslands í Kastamonu í norðurhluta Tyrklands hefst klukkan 16 á morgun, miðvikudag. Síðari leikurinn verður á Ásvöllum í Hafnarfirði á sunnudaginn. Olís býður Íslendingum á leikinn á Ásvöllum á meðan húsrúm leyfir.
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -