- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Síðdegis verður dregið í riðla HM karla 2025

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari ræðir við Aron Pálmarsson og Gísla Þorgeir Kristjánsson landsliðsmenn. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Síðdegis verður dregið í riðla heimsmeistaramótsins í handknattleik í karla Vatroslav Lisinski-tónleikhöllinni í Zagreb, höfuðborg Króatíu. Nafn Íslands verður á meðal 32 liða sem dregin verður úr skálunum. Hafist verður handa við að draga saman í riðlana átta klukkan 17.30. Heimsmeistaramótið fer fram í Danmörku, Noregi og Króatíu frá 14. janúar til 2. febrúar.

Ísland er í öðrum styrkleikaflokki af fjórum sem dregið verður úr. Það þýðir að andstæðingarnir verða úr fyrsta, þriðja og fjórða flokki.

Af átta riðlum keppninnar liggur einnig fyrir að Ísland getur ekki dregist í C- eða H-riðla. Austurríki, sem er í öðrum styrkleikaflokki, hefur þegar verið raðið í C-riðil en lið þess riðils leika í Poreč í Króatíu. Landslið heimamanna, Króatía, er einnig í öðrum styrkleikaflokki.

Styrkleikaflokkarnir:

1. flokkur:2. flokkur:
DanmörkPortúgal
FrakklandKróatía
SvíþjóðAusturríki
ÞýskalandÍsland
UngverjalandHolland
SlóveníaSpánn
NoregurÍtalía
EgyptalandTékkland
3. flokkur:4. flokkur:
PóllandBarein
N-MakedóníaTúnis
KatarChile
BrasilíaKúveit
ArgentínaGrænhöfðaeyjar
KúbaGínea
JapanBandaríkin – boðskort
AlsírSviss – boðskort.

Leikstaðir:

A-riðil: Þýskaland (1. flokkur).
B-riðill: Danmörk (1. flokkur).
A og B-riðill: Jyske Bank Boxen, Herning, Danmörk.
C-riðill: Austurríki (2. flokkur) – Poreč, Króatía.
D-riðill: Ungverjaland (1. flokkur) – Varaždin, Króatía.
E-riðill: Noregur (1. flokkur).
F-riðill: Svíþjóð (1. flokkur).
E og F-riðill: Telenor Arena, Ósló, Noregur.
G-riðill: Slóvenía (1. flokkur).
H-riðill: Króatía (2. flokkur).
G og H-riðlar: Arena Zagreb, Króatía.

Sjá einnig:

HM karla 2025 – leikdagar og leikstaðir

Streymi frá drættinum:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -