- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigldu framúr í síðari hálfleik

Sigurður Bragason, þjálfari, og leikmenn ÍBV. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍBV vann öruggan sigur á HK, 24:18, í lokaleik níundu umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld. Með sigrinum færðist ÍBV upp að hlið Hauka með níu stig í fimmta til sjötta sæti deildarinnar. HK er fjórum stigum á eftir í sjöunda og næsta neðsta sæti.


HK hóf leikinn betur í Vestmannaeyjum í kvöld og var með frumkvæðið framan af. Eftir því sem á leið fyrri hálfleik óx ÍBV-liðinu ásmegin. Ester Óskarsdóttir kom sterk inn í sóknarleikinn á lokahluta fyrri hálfleiksins auk þess sem varnarleikurinn batnaði og um leið sótti Marta Wawrzykowska í sig veðrið í markinu.


ÍBV var marki yfir í hálfleik, 11:10. Tinna Sól Björgvinsson jafnaði metin fyrir HK í upphafi síðari hálfleiks. Eftir það tóku við fjögur mörk í röð hjá ÍBV sem lét þar með forystuna aldrei af hendi það sem eftir var viðureignarinnar.


Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 6, Sunna Jónsdóttir 5, Elísa Elíasdóttir 4, Lina Cardell 3, Birna Berg Júlíusdóttir 2, Ásta Björt Júlíusdóttir 2/1, Ólöf María Stefánsdóttir 1, Harpa Valey Gylfadóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 14, 46,7%.

Mörk HK: Elna Ólöf Guðjónsdóttir 4, Tinna Sól Björgvinsdóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 3, Berglind Þorsteinsdóttir 3, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 2, Þóra María Sigurjónsdóttir 1, Díana Kristín Sigmarsdóttir 1, Hafdís Shizuka Iura 1, Kristín Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Selma Þóra Jóhannsdóttir 18, 42,9%.

Öll tölfræði leiksins á HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -