- Auglýsing -
- Auglýsing -

Signý Pála tryggði bæði stigin

Gleðin skein í hverju andliti leikmanna Vals eftir sigurinn á Fram í gærkvöld. Mynd/Valur

Signý Pála Pálsdóttir markvörður tryggði ungmennaliði Vals bæði stigin í viðureigninni við ungmennalið Fram í Grill66-deild kvenna í handknattleik í gærkvöldi. Signý Pála gerði sér lítið fyrir og varði vítakast undir lok leiksins. Hindraði hún þar með að Fram jafnaði metin.


Valur vann þar með leikinn með eins marks mun, 28:27. Viðureign liðanna var jöfn og spennandi frá upphafi til enda. Valsliðið var marki yfir í hálfleik, 14:12, og var lengst af með naumt forskot allan síðari hálfleikinn.


Fram er í sjöunda sæti deildarinnar með 14 stig en Valur er einu stigi á eftir þegar hvort lið hefur lokið 16 leikjum.


Mörk Vals U.: Berglind Gunnarsdóttir 10, Mariam Eradze 7, Ástrún Inga Arnarsdóttir 3, Hafdís Hera Arnþórsdóttir 2, Hildur Sigurðardóttir 2, Ingibjörg Fía Hauksdóttir 2, Hanna Karen Ólafsdóttir 1, Kristbjörg Erlingsdóttir 1.

Mörk Fram U.: Sóldís Ragnarsdóttir 8, Dagmar Pálsdóttir 4, Margrét Castillo 4, Valgerður Arnalds 4, Íris Anna Gísladóttir 3, Elína Ása Bjarnadóttir 2, Sara Rún Gísladóttir 1, Margrét Áslaug Bjarnhéðinsdóttir 1.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild kvenna er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -