- Auglýsing -
- Auglýsing -

Signý Pála ver markið hjá Gróttu

Signý Pála Pálsdóttir markvörður með Gunnari Gunnarssyni þjálfara Gróttu. Mynd/Grótta

Grótta hefur samið við Signýju Pálu Pálsdóttur markvörð til eins árs á lánasamningi frá Val. Signý Pála á að koma í stað Soffíu Steingrímsdóttur sem gengur til liðs við Fram í sumar.


Signý Pála stendur á tvítugu eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Gróttu sem verður með lið sitt í Grill66-deildinni á næstu leiktíð. Hún hefur leikið undanfarin þrjú árin með ungmennaliði Vals í Grill66-deildinni og var í hópi Vals í Olísdeildinni fjórum sinnum á nýafstöðnu tímabili.


Signý Pála hefur leikið með yngri landsliðum HSÍ og var meðal annars í lokahóp U19 ára landsliðsins fyrir ári síðan þegar liðið varð í 5. sæti í B-keppni EM sem fram fór í Norður-Makedóníu.


„Signý er ein af efnilegri markmönnum landsins, metnarfullur leikmaður sem vill verða betri. Það er frábært fyrir okkur í Gróttu að hún vilji koma til okkar. Hún styrkir liðið og hópinn mikið,“ segir Gunnar Gunnarsson þjálfari Gróttuliðsins í tilkynningu frá Gróttu.


Signý Pála er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við kvennalið Gróttu á fáeinum dögum. Í fyrrakvöld sagði Grótta frá að samningur hafi náðst við Þóru Maríu Sigurjónsdóttur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -