- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigur hjá Aroni og Degi – Erlingur tapaði fyrsta leiknum

Dagur Sigurðsson hefur þjálfað japanska landsliðið frá því snemma árs 2017. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aron Kristjánsson og Dagur Sigurðsson hrósuðu sigri með landsliðum sínum í fyrstu umferð handknattleikskeppni Asíuleikanna í Hangzhou í Kína í nótt og snemma í morgun að íslenskum tíma.

Vegna þess að Dagur og félagar unnu sinn leik þá tapaði Erlingur Richardsson því hann stýrði landsliði Sádi Araba gegn Japönum í upphafsleik D-riðils. Japanska landsliðið vann, 38:29, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 20:14.


Þetta var fyrsti leikur Sádi Araba undir stjórn Erlings. Hann var opinberlega ráðinn þjálfari karlalandsliðs Sáda eftir miðjan ágúst.

Japanir virðast hafa verið með nokkuð gott tak á leiknum frá upphafi og haft prýðilegt forskot lengst af. Í sama riðli unnu Íranar landslið Mongólíu með talsverðum yfirburðum, 50:16.

Japan, Íran, Sádi Arabía og Mognólía eru í eina fjögurra liða riðlinum. Í nótt að íslenskum tíma eigast við Japan og Íran annars vegar og Sádi Arabía og Mongólía. Búast má við að landslið Japans, Sádi Arabíu og Íran berjist hart um sætin tvö í milliriðlakeppnina.

Stórsigur Bareina

Aron og hans liðsmenn í landsliði Barein léku upphafsleik handknattleikskeppninnar í karlaflokki. Þeir mættu landsliði Kasakstan og unnu mjög öruggan sigur, 45:22. Barein var 11 mörkum yfir í hálfleik, 22:11. Síðari leikur Bareina í riðlakeppninni verður aðfaranótt miðvikudagsins að íslenskum tíma. Liðsmenn Arons mæta þá Úsbekum.

Leikarnir hófust í gær en handknattleikurinn fór af stað í nótt að íslenskum tíma, að kveldi í Kína. Leikið er í fjórum riðlum, alls 13 lið í karlaflokki.

Aron, Dagur og Erlingur eru komnir til Hangzhou

Frá glæsilegri setningahátið Asíuleikanna í Hangzhou í Kína í gær. Mynd/EPA
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -