- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigurgleði hjá Selfsyssingum innan vallar sem utan

Sigurlið Grill66-deild kvenna 2022, Selfoss, ásamt þjálfara og aðstoðarfólki. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

Selfoss fékk í dag afhent sigurlaunin í Grill66-deild kvenna að loknum sigri á ungmennaliði Vals í Origohöllinni í lokaumferð deildarinnar, 36:21. Selfoss tekur sæti Aftureldingar í Olísdeild kvenna í haust.

Fjölmennur hópur stuðningsmanna Selfossliðsins mætti á leikinn í Origohöllinni og studdi hressilega við bakið á liðinu sem var með nokkra yfirburði frá upphafi til enda leiksins. Sannarlega var gaman að vera vitni að góðum stuðningi við liðið og einlægri gleði sem fylgdi í kjölfarið eftir að flautað var til leiksloka og verðlaunin voru afhent. Sómi að þessu af hálfu Selfyssinga.


Sigurinn í deildinni var nokkuð öruggur þegar upp var staðið en þremur stigum munaði á Selfossi og ÍR sem hafnaði í öðru sæti með 33 stig. FH hlaut þriðja sæti og HK U það fjórða. Grótta varð í fimmta sæti og tekur sæti í umspilskeppni Olísdeildar ásamt HK, ÍR og FH.


Árangur Selfossliðsins á tímabilinu er afar áhugaverður en lið félagsins rak lestina í Grill66-deildinni fyrir ári síðan eftir afar erfitt keppnistímabil þar sem margir leikmenn voru frá keppni um lengri eða skemmri tíma. Með nýjum þjálfara, Svavari Vignissyni, og kærkominni viðbót í leikmannahópinn hefur Selfossliðið snúið við blaðinu og farið af botninum og upp á topp á 12 mánuðum. Uppistaða liðsins eru stúlkur frá Selfossi og nágrenni.


Úrslit og markaskorarar í leikjunum í lokaumferðinni í dag.


Valur U – Selfoss 21:36 (14:21).
Mörk Vals U.: Berglind Gunnarsdóttir 7, Ásrún Inga Arnaldsdóttir 5, Hanna Karen Ólafsdóttir 4, Guðrún Hekla Traustadóttir 3, Silja Borg Kristjánsdóttir 1, Sólveig Þórmundsdóttir 1.
Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 15, Tinna Soffía Traustadóttir 6, Elínborg Þorbjörnsdóttir 3, Inga Sól Björnsdóttir 3, Hafdís Alda Hafdal 2, Rakel Guðjónsdóttir 2, Mina Mandic 1, Rakel Hlynsdóttir 1, Emilía Kjartansdóttir 1, Roberta Strope 1, Katla Ómarsdóttir 1.


ÍR – Fram U 28:22 (16:10).
Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 7, Matthildur Lilja Jónsdóttir 7, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 4, Stefanía Ósk Hafberg 3, Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 2, Hildur María Leifsdóttir 2, Theodóra Sveinsdóttir 1, Anna María Aðalsteinsdóttir 1, Sylvía Jónsdóttir 1.
Mörk Fram U.: Dagmar Guðrún Pálsdóttir 7, Tinna Valgerður Gísladóttir 5, Svala Júlía Gunnarsdóttir 3, Valgerður Arnalds 3, Bjarney Björk Reynisdóttir 2, Jónína Hlín Hansdóttir 1, Margrét Castillo 1.


FH – ÍBV U 33:24 (17:7).
Mörk FH: Hildur Guðjónsdóttir 9, Emilía Ósk Steinarsdóttir 8, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 5, Fanney Þóra Þórsdóttir 3, Arndís Sara Þórsdóttir 2, Karen Hrund Logadóttir 2, Aþena Arna Ágústsdóttir 1, Emma Havin Sardarsdóttir 1, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 1, Ivana Meincke 1.
Mörk ÍBV U.: Aníta Björk Valgeirsdóttir 6, Sara Dröfn Richardsdóttir 5, Sara Sif Jónsdóttir 4, Ingibjörg Olsen 3, Ólöf María Stefánsdóttir 3, Þóra Björg Stefánsdóttir 2, Katla Arnarsdóttir 1.


HK U – Fjölnir/Fylkir 34:28 (21:13).
Mörk HK U.: Amelía Laufey Miljevic 8, Jóhanna Lind Jónasdóttir 5, Embla Steindórsdóttir 5, Anna Valdís Garðarsdóttir 4, Kristín Guðmundsdóttir 4, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 2, Katrín Hekla Magnúsdóttir 2, Telma Medos 1, Mattý Rós Birgisdóttir 1.
Mörk Fjölnis/Fylkis: Hrafnhildur Irma Jónsdóttir 6, Katrín Erla Kjartansdóttir 6, Ada Kozicka 4, Sara Lind Stefánsdóttir 4, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 3, Berglind Björnsdóttir 2, Sigríður Björg Þorsteinsdóttir 1, Harpa Elín Haraldsdóttir 1, Elsa Karen Þorvaldsdóttir Sæmundsen 1.

Víkingur – Grótta 24:21 (12:9).
Mörk Víkings: Auður Brynja Sölvadóttir 10, Ester Inga Ögmundsdóttir 5, Arna Þyrí Ólafsdóttir 4, Guðrún Maryam Rayadh 2, Íris Kristín Smith 1, Elín Helga Lárusdóttir 1, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 1.
Mörk Gróttu: Katrín Anna Ásmundsdóttir 6, Katrín Scheving 5, Valgerður Helga Ísaksdóttir 3, Dóra Elísabet Gylfadóttir 3, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Arndís Áslaug Grímsdóttir 2.

Staðan í Grill66-deild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -