- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigurinn dugði ekki til

Sveinn Jóhannsson í leik með SönderjyskE. Mynd/SönderjyskE
- Auglýsing -

Sveini Jóhannssyni og samherjum í SönderjyskE tókst ekki að krækja í sæti í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í handknattleik í dag þrátt fyrir að þeir ynnu Ágúst Elí Björgvinsson og félaga í Kolding með tíu marka mun, 39:29, í síðustu umferð átta liða úrslita í dag.

Bjerringbro/Silkeborg sem tapaði fyrir GOG fer áfram með GOG úr öðrum undanúrslitariðlinum en SönderjyskE og Kolding sitja eftir.
Í undanúrslitum mætast GOG og Aalborg annarsvegar og Holstebro og Bjerringbro/Silkeborg hinsvegar.

Sveinn skoraði fjögur mörk fyrir SönderjyskE í leiknum í dag. Ágúst Elí stóð hluta leiksins í marki Kolding og varði 3 skot.


Viktor Gísli Hallgrímsson var rólegur og varði aðeins 5 skot þegar GOG vann Bjerringbro/Silkeborg á heimavelli, 37:35.


Óðinn Þór Ríkharðsson, verðandi leikmaður KA, skoraði sex mörk og var einu sinni vísað af leikvelli þegar Holstebro lagði meistara Aalborg Håndbold, 38:36, í Álaborg og náði efsta sæti riðils eitt. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgarliðsins sem á fimmtudaginn vann Flensburg í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar.


Elvar Örn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Skjern sem vann Skanderborg, 26:25, á heimavelli í síðasta leik sínum fyrir félagið. Leikurinn skipti liðin engu máli þar sem þau voru úr leik í keppninni um sæti í undanúrslitum.
Fyrstu leikir undanúrslita fara fram eftir um viku.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -