- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigursæll þjálfari ráðinn fyrir leikina við Íslendinga

Dragan Adzic stýrir landsliðið Slóvena gegn Íslendingum í umspilsleikjum fyrir HM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Slóvenska kvennalandsliðið í handknattleik sem mætir íslenska landsliðinu í tvígang í umspili fyrir HM síðar í þessu mánuði var ekki lengi án þjálfara eftir að Uros Bregar sagði starfi sínu lausu fyrirvaralaust í upphafi vikunnar. Í gær tilkynnti Handknattleikssamband Slóveníu um að Svartfellingurinn Dragan Adzic hafi verið ráðinn þjálfari kvennalandsliðsins.


Adzic er einn þekktasti þjálfari í kvennahandknattleik í Evrópu síðustu árin. Hann var landsliðsþjálfari Svartfellinga frá 2010 til 2017. Undir hans stjórn urðu Svartfellingar Evrópumeistarar 2012 og unnu til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum sama ár.


Adzic þjálfaði stórliðið Buducnost frá 2010 og fram til síðustu áramóta að hann sagði óvænt upp störfum. Undir stjórn Adzic vann Buducnost Meistaradeild Evrópu 2012 og 2015 og varð meistari í heimalandi sínu samfleytt í áratug.


Óvíst er að Adzic muni vanmeta íslenska landsliðið í leikjunum tveimur sem framundan eru eftir að íslenska landsliðið vann óvæntan sigur á svartfellska landsliðinu á HM í Brasilíu 2011 en þá var Adzic þjálfari Svartfellinga.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -