- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigvaldi Björn átti stórleik í sigri á þýsku meisturunum

Sigvaldi Björn Guðjónsson í leik með Kolstad. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sigvaldi Björn Guðjónsson átti stórleik þegar Kolstad vann þýska meistaraliðið THW Kiel, 34:30, á heimavelli í 5. umferð Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld. Sigvaldi Björn skoraði 10 mörk í 13 skotum og var markahæstur leikmanna Kolstad sem voru fyrstir til þess að leggja Kiel í Meistaradeildinni á leiktíðinni.


Kolstad var með þriggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 19:16. Norsku meistararnir voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda.

Sandor Sagosen var næstur á eftir Sigvalda Birni með átta mörk. Sagosen lék um árabil með Kiel fluttist heim til Noregs í sumar.

Niklas Ekberg skoraði 10 mörk fyrir Kiel og var markahæstur.
Kolstad er komið upp í þriðja sæti A-riðils með sex stig eftir fimm leiki. Kiel hefur átt stig en PSG er efst með fullt hús stiga.

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn í Þrándheimi.

Nýr þjálfari RK Zagreb, Nenad Sostaric, stýrði liðinu í fyrsta sinn í Meistaradeildinni í kvöld. Hann er einnig þjálfari kvennalandsliðs Króatíu. Mynd/EPA r

RK Zagreb vann Eurofarm Pelister frá Norður Makedóníu, 28:19, og er komið upp í fjórða sæti riðlinum með fimm stig. Langt er síðan RK Zagreb hefur farið svo vel af stað í Meistaradeildinni.

Öruggt hjá Bjarka og félögum

Bjarki Már Elísson skoraði eitt mark fyrir Telekom Veszprém í öruggum sigri á Wisla Plock frá Póllandi í viðureign liðanna í Ungverjalandi í kvöld. Liðin eiga sæti í B-riðli. Telekom Veszprém er komið upp í annað sæti í riðlinum með átta stig eins og GOG. Barcelona er efst með 10 stig.

Tveir leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu síðari í kvöld. Þá verða Kielce og Magdeburg m.a. á ferðinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -