- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigvaldi Björn fór á kostum – misjafn árangur Íslendinga

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 10 mörk í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Sigvaldi Björn Guðjónsson fór á kostum og skoraði 10 mörk þegar Kolstad vann Íslendingauppgjörið við Drammen í 1. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í Þrándheimi í dag, 28:26. Fleiri íslenskir handknattleiksmenn komu við sögu í leiknum.


Janus Daði Smárason var næstur á eftir Sigvalda Birni yfir markahæstu leikmenn Kolstad með fjögur mörk.


Hinn hálf íslenski Viktor Petersen Norberg var markahæstur hjá Drammen með átta mörk. Óskar Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir Drammen og var að vanda fastur fyrir í vörninni.


Síðari viðureign liðanna verður í Drammen um næstu helgi. Sigurliðið kemst í síðari umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Ljóst er eftir leikinn í dag að útilokað er að spá fyrir um hvort liðið kemst áfram. Kolstad var með fjögurra marka forskot þegar á leið síðari hálfleik en Drammen-mönnum lánaðist að sauma að andstæðingum sínum og minnka veganesti þeirra niður í tvö mörk.


Ólafur Andrés Guðmundsson, og nýir samherjar hans í GC Amicitia Zürich, standa höllum fæti eftir átta marka tap fyrir Górnik Zabrze, 27:19, í Póllandi í dag. Ólafur Andrés skoraði ekki mark í leiknum.


Hannes Jón Jónsson og lærisveinar hans í austurríska liðinu Alpla Hard mættu mikilli mótspyrnu á heimavelli gegn Eurofarm Pelister2 á heimavelli síðdegis. Hard tókst að vinna með þriggja marka mun, 24:21, eftir að Norður Makedóníumenn skoruðu tvö síðustu mörk leiksins. Síðari leikurinn verður í Pelister eftir viku.


Önnur úrslit í 1. umferð undankeppninnar í dag:
Cocks – Aguas Santas 22:21.
Lemgo – Ra Rioja 39:34.
Baia Mare – Ferencvaros 27:36.
Kristianstad – Trimo Trebnje 33:33.
Chambéry – CSM Constanta 27:23.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -