- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigvaldi Björn fyrirliði Kolstad – er allur að koma til

Sigvaldi Björn Guðjónsson fagnar í leik með íslenska landsliðinu á EM í janúar. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Landsliðsmaðurinn í handknattleik, Sigvaldi Björn Guðjónsson, hefur verið útnefndur fyrirliði norska úrvalsdeildarliðsins Kolstad í Þrándheimi. Hann kom til liðs við félagið í sumar að lokinni tveggja ára veru hjá pólska meistaraliðinu Kielce en hefur góða reynslu af því að leika í Noregi. Sigvaldi Björn var leikmaður meistaraliðisins Elverum frá 2018 til 2020 og var einnig fyrirliði síðara tímabilið.


Sigvaldi Björn glímdi við meiðsli stóran hluta af síðasta keppnistímabili og gat fyrir vikið lítið leikið með Kielce. Hann náði að jafna sig nokkuð fyrir Evrópumeistaramótið í janúar í lék alla átta leiki íslenska liðsins nánast frá upphafi til enda. Við þetta mikla álag kom bakslag og meiðslin tóku sig upp og urðu þess valdandi að Sigvaldi Björn lék ekkert meira með Kielce það sem eftir var leiktíðar.


„Ég er allur að koma til og lék í fyrsta sinn með Kolstad síðasta sunnudag. Ég er alveg viss um að verða 100% aftur,“ sagði Sigvaldi Björn í skilaboðum til handbolta.is í gær.


Sigvaldi hefur komið sér vel fyrir í Þrándheimi ásamt sambýliskonu sinni, Nótt Jónsdóttur. Þau vænta síns fyrsta barns á næstu vikum.


Sigvaldi Björn var ekki eini Íslendingurinn sem gekk til liðs við Kolstad í sumar. Janus Daði Smárason gerði það einnig. Saman verða þeir hluti af væntanlegu stórliði sem forráðamenn Kolstad vinna að því að byggja upp undir þjálfun Christian Berge fyrrverandi þjálfara norska karlalandsliðsins. Stjórnendur Kolstad hafa samið við hverja stórstjörnuna á fætur annarri, m.a. Sander Sagosen sem kemur til félagsins eftir ár frá THW Kiel í Þýskalandi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -