- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigvaldi Björn hefur leikið sinn síðasta leik

Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Ég reikna ekki með því,“ svaraði handknattleiksmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson þegar handbolti.is spurði hvort hann næði að leika kveðjuleiki sína með pólska meistaraliðið Vive Kielce um næstu helgi á úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í Köln. Það verða síðustu leikir Kielce-liðsins á keppnistímabilinu.


Það sem af er árinu hefur Sigvaldi Björn ekkert leikið með Vive Kielce vegna meiðsla.


Sigvaldi Björn hefur þar með leikið sinn síðasta leik fyrir Kielce eftir tveggja ára veru hjá pólska stórliðinu sem varð landsmeistari ellefta árið í röð á dögununum. Sigvaldi Björn hefur samið við Kolstad í Noregi og færir sig þangað í sumar líkt og annar landsliðsmaður, Janus Daði Smárason.


Sigvaldi Björn hefur átt í meiðslum í hásin nær allt keppnistímabilið. Hann gaf kost á sér í landsliðið á Evrópumótinu í janúar eftir að hafa náð nokkrum bata. Á mótinu tók hinsvegar steininn úr þegar hann var látinn leika alla átta leiki íslenska landsliðsins að undanskildum 13 mínútum, þar af voru fjórar mínútur af þeim 13 sem hann var tilneyddur til að vera utanvallar vegna brottrekstra.


Aðspurður sagði Sigvaldi Björn að hann fari í læknisskoðun hjá Kolstad rétt áður en keppnistímabilið hefst þar síðla sumars.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -