- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigvaldi í úrslit – Dujshebaev trylltist – myndskeið

Talant Dujshebaev rann í skap í undanúrslitaleik bikarkeppninnar í Póllandi í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sigvaldi Björn Guðjónsson og samherjar í Vive Kielce komust í kvöld í úrslit pólsku bikarkeppninnar í handknattleik eftir sigur á helsta andstæðingi sínum, Wisla Plock, 29:27, á heimavelli.

Leikurinn var mjög harður og fóru fjögur rauð spjöld á loft. Þar á meðal sauð upp úr hjá þjálfara Vive Kielce, Talant Dujshebaev. Honum rann hressilega í skap snemma leiks eftir að harkalega var brotið á öðrum syni hans, Daniel Dujshebaev. Endaði karl upp í áhorfendastúku eftir að hafa lesið dómurum og eftirlitsmanni pistilinn. Það sem eftir lifði leiks æddi Dujshebaev um í áhorfendstúkunni eins og naut í flagi um leið og hann virtist síst spara stóru orðin.

Myndskeið af atvikinu er hér fyrir neðan og byrjar hasarinn hjá Dujshebaev þjálfara eftir ríflega 30 sekúndur. Hann var fyrsti maður inn á völlinn eftir leik til þess að þakka dómurunum fyrir leikinn og lesa viðbótarpistil yfir þeim í leiðinni.

Vive Kielce leikur við Tarnov í úrslitum bikarkeppinnar.

Sigvaldi Björn skoraði þrjú mörk í leiknum í kvöld. Þar á meðal kom hann Kielce yfir, 25:24, með marki eftir hraðaupphlaup þegar liðið var manni færra undir lok leiksins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -