- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigvaldi vann gullið – Axel fékk silfrið

Sigvaldi Björn Guðjónsson landsliðsmaður og leikmaður norska meistaraliðsins Kolstad. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Sigvaldi Björn Guðjónsson og liðsmenn Kolstad unnu norsku bikarkeppnina í handknattleik karla annað árið í röð í dag þegar þeir lögðu liðsmenn Elverum, 27:23, í úrslitaleik í Sør Amfi í Arendal. Kolstad var sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:11.

Sigvaldi Björn skoraði fimm mörk í úrslitaleiknum, eitt af þeim var frá sjö metra línunni. Hann geigaði síðar á öðru vítakasti. Simen Ulstad Lyse og Gabriel Ostad Setterblom voru markahæstir Kolstadpilta með sex mörk hvor. Daniel Gillis Lennart Blomgren skoraði fjögur mörk fyrir Elverum og var markahæstur.

Lunde fór á kostum

Axel Stefánsson þjálfari Storhamar fór heim með silfurverðlaun frá bikarkeppninnni í dag. Storhamar tapaði fyrir Vipers Kristiansand, 32:23, í úrslitaleiknum í kvennaflokki. Þetta var sjöundi sigur Vipers í röð í bikarkeppninni. Staðan var 17:12 að loknum fyrri hálfleik. Snemma í síðari hálfleik var forskot Vipers komið í níu mörk, 21:12.

Úrslitleikurinn var jafn fyrstu 20 mínúturnar áður en leikmenn Vipers tóku öll völd. Katrine Lunde fór á kostum og lauk leiknum með 41% hlutfallsmarkvörslu. Lois Abbingh skoraði sex mörk fyrir Vipers og var markahæst. Kristin Venn var atkvæðamest hjá Storhamar með sjö mörk. Rússneska handknattleikskonan Anna Vyakhireva var valin best í leiknum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -