- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigvaldi var fjarri þegar Kielce fékk skell í París

Hollendingurinn Luc Steins verður áfram hjá PSG. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Franska stórliðið PSG tók pólska meistaraliðið í karphúsið í kvöld í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik er þau mættust í París. PSG var með yfirburði í leiknum frá upphafi til enda og vann með 11 marka mun, 37:26. 

Sigvaldi Björn Guðjónsson lék ekki með Vive Kielce vegna meiðsla. Þetta var annar leikurinn í röð sem Sigvaldi missir af með Kielce. Sigvaldi sagði við handbolta.is í kvöld að hann hafi tognað á lærvöðva fyrir viku í leik Kielce og Elverum í Meistaradeildinni.

PSG-liðið lék afar vel að þessu sinni, enginn þó betur en hollenski miðjumaðurinn Luc Steins. Hann var maðurinn á bak við sóknarleik liðsins sem gekk afar liðlega. Steins var markahæstur með sex mörk ásamt Mikkel Hansen. Vincent Gérard var einnig vel á verði í markinu og var með 36% hlutfallsmarkvörslu,

Sicko Szymon og Alex Dujshebaev voru markahæstir hjá Kielce með fimm mörk hvor.

Staðan í A-riðli:
Vive Kielce 17(12), Flensburg 15(9), PSG 12(9), Meshkov Brest 11(12), Szeged 10(10), Porto 8(11), Elverum 5(10), Vardar 4(9).

Tveir leikir voru í B-riðli kvöld. Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold, þar sem Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari, tapaði fyrir THW Kiel, 28:26, í hörkuleik sem fram fór í Kiel. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 15:15. Svíinn Niklas Ekberg var markahæstur hjá Kiel með sex mörk og Norðmaðurinn Harald Reinkind var næstur með fimm. Sebastian Barthold skorað sjö fyrir Álaborgarliðið og línumaðurinn Magnus Saugstrup skoraði í fimm skipti.

Í hinni viðureign kvöldsins vann Nantes lánlausa leikmenn Zagreb, 30:28. Hvorki gengur né rekur hjá Zagreb sem hefur tapað öllum 12 viðureignum sínum í keppninni í vetur sem vafalaust fer að nálgast met. Þriðji þjálfarinn á tímabilinu var munstraður á útgerðina á dögunum.

Staðan í B-riðli:
Barcelona 24(12), Veszprém 17(12), Aalborg 12(12), Motor Zapororzhye 12(11), Kiel 11(10), Nantes 10(12), Celje 6(11), Zagreb 0(12).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -