- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sjö nýliðar í 35 manna HM-hópi Guðmundar

Gunnar Magnússon og Guðmundur Þórður Guðmundsson hafa gengið í súrt og sætt á stórmótum um árabil. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðþjálfari í handknattleik karla hefur valið þá 35 leikmenn sem koma til greina í íslenska landsliðið sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi 11. til 29. janúar.

Sjö þeirra sem valdir eru hafa ekki leikið A-landsleik. Þar á meðal eru Valsmennirnir Arnór Snær Óskarsson, Stiven Tobar Valencia og Tjörvi Týr Gíslason. Einnig Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia, Tryggvi Þórisson, Sävehof, Bjarni Ófeigur Valdimarsson, IFK Skövde, og Óskar Ólafsson, Drammen. Tveir hinir síðarnefndu hafa verið valdir í hóp áður en ekki leikið A-landsleik.

Af þessum hópi hér fyrir neðan fara væntanlega 20 leikmenn á heimsmeistaramótið. Aðrir verða í startholunum.

Leikmannahópurinn í stafrófsröð eftir stöðum.

Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe Esbjerg (47/2)
Björgvin Páll Gústavsson, Val (244/16)
Daníel Freyr Andrésson, Lemvig-Thyborøn (2/0)
Grétar Ari Guðjónsson, Sélestat (7/0)
Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (35/1).

Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (91/291).
Hákon Daði Styrmisson, Vfl Gummersbach (8/25).
Orri Freyr Þorkelsson, Elverum Handball (10/9).
Stiven Tobar Valencia, Val (0/0).

Vinstri skytta:
Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (158/618).
Bjarni Ófeigur Valdimarsson, IFK Skövde (0/0).
Daníel Þór Ingason, Balingen-Weilstetten (39/11).
Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg (9/17).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (54/140).
Ólafur Andrés Guðmundsson, GC Amicitia Zürich (137/269).
Óskar Ólafsson, Drammen (0/0).

Leikstjórnendur:
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (39/76).
Haukur Þrastarson, Łomża Industria Kielce (21/22).
Janus Daði Smárason, Kolstad Håndball (58/83).
Magnús Óli Magnússon, Val (16/7).

Hægri skytta:
Arnór Snær Óskarsson, Val (0/0).
Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix UC (21/29).
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (66/216).
Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (31/30).
Viggó Kristjánsson, SC Leipzig (33/76).

Hægra horn:
Finnur Ingi Stefánsson, Val (1/0).
Óðinn Þór Ríkharðsson, Katteden Schaffhausen (16/55).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Håndball (49/127).

Línumenn og vörn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (71/81).
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (0/0).
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (23/30).
Sveinn Jóhannsson, Skjern (12/24).
Tjörvi Týr Gíslason, Val (0/0).
Tryggvi Þórisson, Sävehof (0/0).
Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (64/34).

Fyrsta æfing 2. janúar

Landsliðið kemur saman til æfinga á Íslandi 2. janúar og strákarnir okkar halda svo til Þýskalands 6. janúar. Liðið leikur tvo vináttulandsleiki í gegn Þýskalandi 7. og 8. janúar í Bremen og Hannover áður en haldið verður til Kristianstad í Svíþjóð.


Leikir Íslands í riðlakeppni HM 2023:

12. janúar: Ísland – Portúgal kl. 18.
14. janúar: Ísland – Ungverjaland kl. 18.
16. janúar: Ísland – Suður Kórea kl. 16.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -