- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skipbrot á Seltjarnarnesi

Brynjar Óli Kristjánsson og félagar í Fjölni fá Þór í heimsókn í kvöld. Mynd/Fjölnir - Þorgils G.
- Auglýsing -

Fjölnir og Kría mætast í oddaleik í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í Dalhúsum á þriðjudag eftir að Fjölnir vann stórsigur á liði Kríu í öðrum leik liðanna í Hertzhöllinn á Seltjarnarnesi í dag, 34:21.  Kría vann fyrstu viðureignina í Dalhúsum á miðvikudag á sannfærandi hátt, 27:20. Annað var upp á teningnum í dag þegar um algjört skipbrot var að ræða Kríunni.

Kríumenn  virtust hafa farið öfugu megin fram úr rúmum sínum í morgun. Alltént voru þeir ekki  með á nótunum í upphafi leiksins og lentu undir, 6:0, gegn áköfum leikmönnum  Fjölnis sem voru greinilega ekki á þeim buxunum að fara fyrr í sumarfrí en nauðsynlegt var. Ekki stóð steinn yfir steini í sóknarleik Kríu lengst af fyrri hálfleiks.

Hafi sóknarleikurinn verið fornfálegur þá er óvíst hvaða orð á að hafa um varnarleikinn og markvörslu. Hvort tveggja var í molum. Sigurður Ingiberg Ólafsson, markvörður, náði sér ekki á strik í markinu eftir að hafa átt góðan leik á miðvikudagskvöld í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum.

Slakur leikur Kríu bitnaði dómurum leiksins sem kennt var um flest sem miður fór í leiknum, jafnt með réttu og röngu.

Fjölnir var 11 mörkum yfir í hálfleik, 20:9. Ekkert um síðari hálfleikinn að segja annað en að leikurinn var áfram í ójafn eins og lokatölurnar gefa til kynna.

Mörk Kríu: Jóhann Kaldal Jóhannsson 7, Kristján Orri Jóhannsson 6, Gunnar Valur Arason 5, Aron Valur Jóhannsson 1, Árni Benedikt Árnason 1, Hlynur Bjarnason 1.
Mörk Fjölnis: Alex Máni Oddnýjarson 6, Brynjar Óli Kristjánsson 6, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 5, Aron Ingi Heiðmarsson 3, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 3, Jón Bald Freysson 3, Viktor Berg Grétarsson 2, Goði Ingvar Sveinsson 2, Axel Hreinn Hilmisson 1, Óðinn Freyr Heiðmarsson 1, Stefán Friðrik Aðalsteinsson 1, Konráð Jóel Jónasson 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -