- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skiptur hlutur í Íslendingaslag í Helsingør

Elvar Ásgeirsson leikmaður Ribe-Esbjerg. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Elvar Ásgeirsson kom mikið við sögu, jafnt í varnar- sem sóknarleik Ribe-Esbjerg þegar liðið gerði jafntefli við Nordsjælland, 29:29, í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar keppni hófst á ný að loknu hléi frá 17. desember. Um sannkalaðan spenntrylli var um að ræða í Helsingør-hallen, heimavelli Nordsjælland, en Halldór Jóhann Sigfússon er þjálfari Nordsjælland.

Morten Jørgensen samherji Elvar jafnaði metin, 29:29, á síðustu sekúndum þegar hann skoraði úr vinstra horni.
Elvar skoraði fimm mörk og átti tvær stoðsendingar auk þess að vera vikið af leikvelli einu sinni. Hér fyrir neðan má sjá eitt marka Elvars í leiknum.


Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður, var ekki í leikmannahópi Ribe-Esbjerg að þessu sinni. Hann meiddist í æfingaleik liðsins um síðustu helgi.

Tvær viðureignir til viðbótar voru í dönsku úrvalsdeildinni í gær og enduðu þær einnig með jafntefli. Bjerringbro/Silkeborg og Mors-Thy skildu jöfn, 30:30, og Lemvig önglaði í eitt stig á heimavelli gegn grannliðinu, Skjern, 29:29.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -