- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skoraði 10 mörk í þriðja leiknum í röð

Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach, og Hákon Daði Styrmisson. Mynd/Philipp Ising
- Auglýsing -

Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson heldur uppteknum hætti með Gummersbach í þýsku 2. deildinni. Í gær skoraði hann 10 mörk í þriðja deildarleiknum í röð er Gummersbach, sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar, vann Dormagen, 28:18, í fimmtu umferð deildarinnar.


Hákon Daði átti 13 markskot og var þar af leiðandi með mjög góða nýtingu. Þrjú markanna skoraði hann af vítalínunni. Hákon Daði hefur skorað 33 mörk í fyrstu fimm leikjunum og er í 9. sæti á lista yfir markahæstu leikmenn 2. deildar. Hann er fimm mörkum á eftir Robert Weber, leikmanni Nordhorn.

Elliði Snær Viðarsson skorað tvö af mörkum Gummerbach-liðsins í þessum örugga sigri þar sem yfirburðirnir komu skýrast í ljós í síðari hálfleik. Staðan í hálfleik var 12:10 fyrir Gummersbach. Elliði Snær átti einnig tvær stoðsendingar.


Gummersbach situr eitt í efsta sæti eftir umferðina með 10 stig, fullt hús stiga. Staðan er annars neðst í þessari grein.


EHV Aue tapaði naumlega fyrir Norhorn-Lingen, 33:31, á heimavelli síðarnefnda liðsins. Aue var með tveggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 16:14. Heimamenn kreistu fram sigur á síðustu mínútum leiksins en staðan var jöfn, 30:30, þegar fjórar og hálf mínúta var eftir af leiktímanum. Aue var marki yfir þegar rúmar sjö mínútur voru til leiksloka.


Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði sex mörk fyrir Aue úr sjö skotum. Einnig átti hann eina stoðsendingu. Sveinbjörn Pétursson stóð í marki Aue í skamman tíma en náði sér ekki á strik. Áki Egilsnes, sem kvaddi KA í sumar og gekk til liðs við Aue, skoraði ekki mark en átti eina stoðsendingu.


Anton Rúnarsson skoraði tvö mörk úr fjórum skotum og átti þrjár stoðsendingar fyrir Emsdetten sem tapaði á útivelli fyrir DJK Rimpar Wölfe, 24:20, á útivelli.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -