- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skoraði þrjú mörk en fékk þungt högg á rifbein

Díana Dögg Magnúsdóttir leikmaður BSV Sachen Zwickau. Mynd/BSV Sachen Zwickau
- Auglýsing -

Áfram eru Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í BSV Sachsen Zwickau í harðri baráttu við að forðast fall úr þýsku 1. deldinni í handknattleik. Í gær töpuðu þær með níu marka mun fyrir Bensheim-Auerbach, 33:24, á heimavelli og sitja í 11. sæti af 14 liðum. Eyjakonan gat ekki leikið með liði sínu allt til leiksloka vegna meiðsla.

Snemma í síðari hálfleik fékk Díana Dögg þungt högg á rifbeinin og kom ekki meira við sögu eftir það. Þá hafði hún skorað þrjú mörk, átt þrjár stoðsendingar, unnið einn ruðning og náð einu frákasti.

Í gærkvöld sagði Díana Dögg vonast til að vera með í næsta leik BSV Sachsen Zwickau þrátt fyrir höggið. Næsti leikur skiptir miklu máli en hann verður við SV Union Halle-Neustadt sem er jafnt BSV Sachsen Zwickau að stigum. Hvort lið hefur 10 stig í 10. og 11. sæti. Sigurliðið fer langt með að tryggja veru sína í deildinni á næstu leiktíð. Fimm umferðir eru eftir.

Fækkað um tvö lið

Liðum efstu deildar þýska kvennahandknattleiksins verður fækkað um tvö á næstu leiktíð. Farið verður úr 14 liða deild í 12 lið.

Bikarmeistarar Metzingen, sem Sandra Erlingsdóttir er samingsbundin, er í sjötta sæti með 22 stig. Sandra er í fæðingarorlofi.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -