- Auglýsing -
Nú liggur fyrir hvaða lið taka þátt í deildakeppni Íslandsmótsins í handknattleik keppnistímabilið 2022/2023. Ekkert kemur óvart hvaða lið skipa Olísdeildir karla og kvenna enda hefur ekkert lið helst úr lestinni nú eins og í fyrra. Færri lið eru hinsvegar skráð til leiks í Grill66-deildunum en á nýliðnu keppnistímabili.
Olísdeild karla, raðað í stafrófsröð:
Afturelding, FH, Fram, Grótta, Haukar, Hörður, ÍBV, ÍR, KA, Selfoss, Stjarnan, Valur.
Olísdeild kvenna, raðað í stafrófsröð:
Fram, Haukar, HK, ÍBV, KA/Þór, Selfoss, Stjarnan, Valur.
Tíu lið verða í hvorri Grill66-deildinni, karla og kvenna, í stað 11 á síðasta tímabili. Fimm aðallið og fimm ungmennalið verða í karladeildinn en sjö aðallið og þrjú ungmennalið í kvennadeildinni. Athygli vekur að Fjölnir/Fylkir sendir tvö lið til leiks í Grill66-deild kvenna.
Grill66-deild karla, raðað í stafrófsröð:
Fjölnir, Fram U, Haukar U, HK, KA U, Kórdrengir, Selfoss U, Valur U, Víkingur, Þór Akureyri.
Grill66-deild kvenna, raðað í stafrófsröð:
Afturelding, FH, Fjölnir/Fylkir, Fjölnir/Fylkir2, Fram U, Grótta, HK U, ÍR, Valur U, Víkingur.
2. deild karla:
Afturelding U, Grótta U, HK U, ÍBV U, Selfoss U2, Vængur Júpíters.
Af þeim liðum sem tóku þátt á Íslandsmótinu leiktíðina 2021/2022 er liðið Berserkir, venslalið Víkings, ekki skráð til leiks á næsta keppnistímabili.
- Auglýsing -