- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skrifar undir þriggja ára samning við Hauka

Ágúst Ingi Óskarsson, nýr liðsmaður Hauka. Mynd/Haukar
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn Ágúst Ingi Óskarsson hefur gengið til liðs við Hauka og samið við félagið til næstu þriggja ára. Ágúst Ingi lék með Neistanum í Færeyjum á síðustu leiktíð en þar áður hafði hann leikið með HK upp í gegnum yngri flokka Kópavogsliðsins.


Ágúst Ingi er vinstri skytta og lék stórt hlutverk hjá Neistanum leiktíðina 2021/2022 undir stjórn Arnars Gunnarssonar.



Ágúst Ingi var í leikmannahópi Hauka í gær þegar þeir unnu ÍBV, 33:32, í fyrstu umferð Hafnarfjarðarmótsins. Haukar leika við Stjörnuna á mótinu á morgun og FH á föstudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -