- Auglýsing -
- Auglýsing -

Slapp vonandi við ristarbrot

Finnur Ingi Stefánsson leikmaður Vals. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn þrautreyndi Finnur Ingi Stefánsson verður ekki með Valsliðinu annað kvöld gegn franska liðinu PAUC í Origohöllinni í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals staðfesti þessi tíðindi við handbolta.is í dag.


Finnur Ingi fékk högg á aðra ristina í fyrri hálfleik í viðureign við Stjörnuna í Poweradebikarnum á föstudagskvöldið. Fyrst eftir leikinn var óttast að Finnur Ingi hafi ristarbrotnað. Vonir standa til þess að svo sé ekki en nánari rannsókn þarf að eiga sér stað til þess að útiloka það með öllu.


Finnur Ingi er með reynslumeiri leikmönnum Valsliðsins um þessar mundir. Bergur Elí Rúnarsson, sem kom til Vals frá FH fyrir keppnistímabilið, mun standa vaktina á morgun í hægra horninu í stað Finns Inga.


Finnur Ingi bætist þar með á sjúkralista Valsliðsins en þar eru fyrir Róbert Aron Hostert og Tryggvi Garðar Jónsson.


Leikur Vals og PAUC í 9. umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik karla hefst klukkan 19.45 annað kvöld. Um úrslitaleik þriðja sæti riðilsins er að ræða. Áhugasamir geta orðið sér út um miða hjá Tix.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -