- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sleppa þýsku liðin ekki landsliðsmönnum?

Bjarki Már Elísson landsliðsmaður hafnaði í fimmta sæti í kjöri íþróttmanns ársins 2020. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Forsvarsmenn þýskra handknattleikslið hyggjast taka höndum saman og neita leikmönnum sínum að fara frá liðunum til þess að taka þátt í landsleikjum sem framundan eru og fara fram í nóvember. Frá þessu er greint í þýskum fjölmiðlum í morgun. Félögin segja þetta verða gert til að tryggja heilsu leikmanna á tímum kórónuveirunnar.

Níu leikmenn í 17 manna landsliðshópi sem Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari valdi fyrir viku eru hjá þýskum félagsliðum auk þess sem hann sjálfur er þjálfari Melsungen. Tomas Svensson, markvarðaþjálfari landsliðsins, er einnig starfsmaður SC Magdeburg.

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur heimild til þess að beita félög refsingum ef þau hleypa leikmönnum sínum ekki í alþjóðleg verkefni s.s. vegna leikja í undankeppni stórmóta. EHF hefur þegar greint frá að ekki komi til greina að fresta leikjunum sem fram eiga að fara í undankeppni EM karla 2022 í byrjun nóvember.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -