- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sluppum blessunarlega fyrir horn

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Við vorum frábærir í 40 mínútur og vorum með tögl og hagldir á leiknum á þeim tíma en eftir það gerist eitthvað sem ég hef ekki skýringu á á þessari stundu. Menn gerðu alltof mörg mistök sem var þvert á það sem lögð var áhersla á. Á stuttum kafla ráku hver mistökin önnur og leikurinn varð hnífjafn,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir tveggja marka tap fyrir ÍBV, 29:27, í háspennuleik í Origohöllini á Hlíðarenda í gær. Um var að ræða síðari leik liðanna í undanúrslitum og fór Valur áfram í úrslit þar sem liðið mætir Haukum.

„Það er ekkert óeðlilegt í spennuleikjum sem þessum að menn líti óþarflega oft í átt til leikklukkunnar. Kannski urðum við ragir en blessunarlega þá sluppum við fyrir horn.“


Valsmaðurinn Einar Þorsteinn Ólafsson vann boltann af ÍBV á síðustu sekúndu leiksins og sá til þess að liðiðnu tókst ekki að skora markið sem Eyjamönnum vantaði upp á til þess að komast í úrslitaleikina. „Um var að ræða stórkostlega vörn hjá stórkostlegum leikmanni sem fær að mínu mati ekki nógu mikið hrós,“ sagði Snorri Steinn um lærisvein sinn Einar Þorstein.


„Einar Þorsteinn hefur umturnað okkar leik í vetur í kjölfar meiðsla í hópnum. Hann hefði hinsvegar mátt skora úr skotinu í lokin eftir að hann vann boltann á frábæran hátt,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals og brosti. Hann einhendir sér í undirbúning fyrir úrslitaleikina tvo gegn Haukum sem fram fara á þriðjudaginn og á föstudaginn. Fyrri leikurinn verður á heimavelli Vals.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -