Covid hefur gert vart við sig í herbúðum portúgalska landsliðsins í handknattleik karla, fyrsta andstæðingi íslenska landsliðsins á Evrópumeistaramótinu föstudaginn 14. janúar. Portúgalska landsliðið hefur af þessu sökum dregið sig út úr þátttöku á fjögurra liða móti í Sviss sem til stóð að hæfist á morgun.
Vegna smita hjá portúgalska landsliðinu og einnig hjá Svartfellingum, sem líka ætluðu að taka þátt í mótinu í Sviss, hefur verið hætt við að halda mótið að þessu sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Sviss í morgun.
Ekki kemur þar fram hversu margir leikmenn portúgalska landsliðsins hafa greinst með covid. Smitin bæta gráu ofan á svart hjá Portúgölum en þegar hafa a.m.k. fjórir öflugir leikmenn helst úr lestinni vegna meiðsla.
- Kominn heim frá Japan en tekur sér væntanlega frí
- Fer frá Hlíðarenda í Skógarsel
- Karlar – helstu félagaskipti 2025
- Metsala ársmiða hjá Gummersbach – uppselt á 30 síðustu heimaleiki
- Molakaffi: Margir vegalausir, Klujber, Lommel