- Auglýsing -
- Auglýsing -

Smit í herbúðum Nancy

Elvar Ásgeirsson t.v. í leik með Nancy. Mynd/Nancy
- Auglýsing -

Franska handknattleiksliðið Nancy, sem Elvar Ásgeirsson leikur með, greinir frá því á Facebook-síðu sinni í dag að smit kórónuveiru, tvö tilfelli, hafi komið upp í herbúðum þess. Af þeim sökum var viðureign Nancy og Dijon sem fram átti að fara í B-deildinni á heimavelli Dijon í kvöld frestað um ótiltekinn tíma.


Óvíst á er á þessari stundu hvort þessar fregnir hafi áhrif á þátttöku Elvars í leikjum íslenska landsliðsins sem fram eiga að fara í næstu viku. Elvar er einn 18 leikmanna sem Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, valdi í hópinn að þessu sinni.


Fleiri leikjum var frestað í deildinni í kvöld af sömu ástæðu en kórónuveira fer sem eldur í sinu um Frakkland þessa dagana og er ástandið í landinu með því versta sem gerist í Evrópu.

Á miðvikudaginn komst upp um smit hjá einum samherja Arnórs Þórs Gunnarssonar hjá Bergischer HC í Þýskalandi. Allir leikmenn, þar á meðal Arnór Þór, voru sendir í sóttkví af þeim sökum. Arnór Þór sagði við handbolta.is á miðvikudaginn að það skýrðist betur á laugardaginn hvort hann fengi losna úr sóttkví og taka þátt í landsleikjunum eða ekki. Þeir sem reyndust ósmitaðir í leikmannahópi Bergischer HC fyrr í vikunni áttu að fara í skimun á ný í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -