- Auglýsing -
- Auglýsing -

Smit komið upp hjá heimsmeisturunum

Jannick Green markvörður danska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Smit kórórnuveiru komst upp innan raða heimsmeistara Dana í handknattleik karla tíu dögum áður en flautað verður til fyrsta leiks þeirra á Evrópumeistaramótinu í handknattleik. Jannick Green, einn þriggja markvarða liðsins greindist í dag smitaður af veirunni. Fór hann rakleitt í einangrun.

Óttast er að fleiri smit kunni að koma upp á næstu dögum enda hafði Green verið innan um samherja sína í landsliðinu áður en hann greindist smitaður og var m.a. í morgun með á æfingu.

Íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins, Morten Henriksen, segir að Green og samherjar hans séu miður sín yfir hvernig í pottinn sé búið. Landsliðið hafi búið við nokkuð strangar reglur sem hert verði á í kjölfar smitsins.


Green fór í hraðpróf í gærkvöld og reyndist neikvæður. Hann tók þar af leiðandi þátt í æfingu landsliðsins í morgun. Fljótlega að henni lokinni var farið í PCR próf sem leiddi til jákvæðrar niðurstöðu.

Óvíst er á þessari stundu hvort þetta hafi áhrif á þátttöku Green á Evrópumeistaramótinu. Auk hans er markverðirnir Niklas Landin og Kevin Möller í danska landsliðshópnum.

Fyrsti leikur Dana á EM verður við Svartfellinga fimmtudaginn 13. janúar í Debrecen í Ungverjalandi.


Green er samherji Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar hjá SC Magdeburg í Þýskalandi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -