- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sneru leiknum í síðari hálfleik – skellur hjá Viggó

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari MT Melsungen. Mynd/MT Melsungen
- Auglýsing -

Guðmundur Þórður Guðmundsson og lærisveinar hans í MT Melsungen fögnuðu sigri á heimavelli í gærkvöld í þýsku 1. deildinni í handknattleik þegar þeir lögðu Leipzig á heimavelli, 31:28, eftir að hafa verið undir í hálfleik, 14:12.


Melsungen náði að snúa leiknum sér í hag þegar á leið síðari hálfleik og bæta lítillega við forskotið allt til leiksloka. Kærkominn sigur eftir naumt tap á heimavelli fyrir Stuttgart um síðustu helgi. Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki mark að þessu sinni fyrir Melsungen og lék mest í vörninni.


Viggó Kristjánsson skoraði sjö mörk fyrir Stuttgart, þar af fjögur úr vítaköstum, þegar liðið steinlá, 27:17, fyrir Göppingen á útivelli en um var að ræða fyrsta leik Gunnars Steins Jónssonar fyrir Göppingen. Hann kom til félagsins í byrjun vikunnar frá Ribe-Esbjerg. Gunnar átti eitt markskot og eina stoðsendingu en hann er eðlilega ekki kominn inn í leik liðsins ennþá. Elvar Ásgeirsson var í liði Stuttgart en var mest í vörninni.


Önnur úrslit í gærkvöld:
Wetzlar – Hannover-Burgdrof 26:24
GWD Minden – Nordhorn 27:27
Coburg – Erlangen 27:26
Füchse Berlin – Flensburg 29:33


Staðan í þýsku 1. deildinni:
Flensburg 29(16), Füchse Berlin 23(16), R-N Löwen 23(16), Kiel 22 (12), SC Magdeburg 21(15), Göppingen 21(17), Wetzlar 19(17), Leipzig 19(17), Bergsicher 18(17), Melsungen 17(13), Stuttgart 17(18), Lemgo 15(16), Erlangen 15(17), Hannover-Burgdorf 14(17), Minden 11(16), Balingen 11(16), Nordhorn 9(16), Ludwigshafen 8(17), Coburg 7(18), Essen 5(15).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -