- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sögulega langur tími á milli landsleikja

Ýmir Örn Gíslason er einn landsliðsmanna Íslands. Mynd/Guðmundur Lúðvíksson
- Auglýsing -

Rúmlega átta mánuðir liðu á milli leikja hjá A-landsliði karla í handknattleik á þessu ári sem eru aðeins örfáir daga eru eftir af. Frá því að liðið lék sinn sjöunda og síðasta leik á EM2020 í Svíþjóð liðu rúmlega átta mánuðir þar til landsliðið kom saman aftur og mætti Litháen í undankeppni EM2022 í undankeppni EM 4. nóvember. Á þessa staðreynd er bent á mbl.is í morgunsárið.

Ekki hefur lengra liðið á milli leikja síðan landsliðið kom saman í febrúar 1964 til vináttuleikja fyrir HM sem fram fór í Tékkóslóvakíu í mars 1964. Þá leið ár á milli landsleikja. Síðan er liðin 56 ár.

Elvar Örn Jónsson sækir að vörn Litháen í undankeppni EM í nóvember. Mynd/Guðmundur Lúðvíksson


Íslenska karlalandsliðið átti að koma saman í júní á þessu ári til leikja við landslið Sviss í undankeppni HM. Leikirnir voru felldir niður vegna kórónuveirufaraldursins. Íslenska landsliðið fékk sendan farseðilinn á HM í Egyptalandi með þeim rökum að liðið hefði náð betri árangri en Sviss á EM2020 sem haldið var í Svíþjóð, Noregi og í Austurríki.

Guðjón Valur Sigurðsson lék sína síðustu landsleiki á EM 2020 í Svíþjóð. Mynd/EPA


Ennþá lengra er liðið síðan kvennalandsliðið lék síðast en það hefur ekki leikið opinberan leik síðan í lok nóvember á síðasta ári þegar það mætti landsliði Færeyja í vináttuleikjum. Þar áður lék kvennalandsliðið í undankeppni EM í lok september er það sótti Króata heim og mætti í kjölfarið franska landsliðinu hér heima. Króatar slógu í gegn á nýafstöðnu EM kvenna í Danmörk og hafnaði í þriðja sæti. Frakkar léku til úrslita gegn Norðmönnum en töpuðu.

Meira en ár er liðið frá síðasta leik kvennalandsliðsins í handknattleik. Mynd/HSÍ


Til stendur að kvennalandsliðið komi næst saman upp úr miðjum mars til þátttöku í forkeppni heimsmeistaramótsins. Keppnin átti að fara fram í byrjun desember er var seinkað.

Sjá nánar umfjöllun mbl.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -