- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sonja innsiglaði sigur í Skógarseli – úrslit dagsins og staðan

Sigríður Hauksdóttir, Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Hafdís Renötudóttir og Sara Sif Helgadóttir leikmenn Vals. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Sonja Lind Sigsteinsdóttir tryggði Haukum bæði stigin í heimsókn til ÍR-inga í Skógarselið í dag þar sem lið félaganna áttust við í 14. umferð Olísdeildar, 28:27. Haukar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og tryggðu sér þar með bæði stigin, hvort sem sigurinn var sanngjarn eða ekki. ÍR átti síst minna í leiknum og hafði m.a. þriggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 14:11. ÍR-liðið saknaði sannarlega Söru Daggar Hjaltadóttur sem missti af öðrum leiknum í röð.

Níu mörk og níu sköpuð færi

Elín Klara Þorkelsdóttir lék afar vel fyrir Hauka. Hún skoraði níu mörk og var með níu sköpuð færi. Haukar eru þar með áfram fjórum stigum á eftir Val sem situr í efsta sæti deildarinnar með 26 stig. Valur lagið Aftureldingu, 33:18, í N1-höllinni (áður Origohöllin) á Hlíðarenda.

Frábærir markverðir

Markverðir Vals, Hafdís Renötudóttir og Sara Sif Helgadóttir, átti stórleik og voru báðar með yfir 50% hlutfallsmarkvörslu. Þórey Anna Ásgeirsson fór á kostum annan leikinn í röð. Hún skoraði 13 mörk, fjögur þeirra úr vítaköstum.

Áfram neðst

Afturelding er áfram í sjötta sæti af átta liðum deildarinnar vegna þess að bæði liðin fyrir neðan, Stjarnan og KA/Þór, töpuðu bæði. Stjarnan hafði ekkert upp úr krafsinu í heimsókn til Vestmannaeyja. ÍBV vann með sex marka mun, 31:25. Þar með jókst aftur munurinn á ÍBV í fjórða sæti og ÍR í fimmta sæti, upp í fjögur stig.

Marta öflug

Marta Wawrzykowska, markvörður ÍBV, reyndist Stjörnuliðinu erfið og það ekki í fyrsta sinni. Hún varði 17 skot, 42%. Sunna Jónsdóttir skoraði níu mörk og Birna Berg Haraldsdóttir fimm. Helena Rut Örvarsdóttir var atkvæðamest hjá Stjörnunni með átta mörk.

Harpa María skoraði 10

Harpa María Friðgeirsdóttir skoraði 10 mörk fyrir Fram gegn KA/Þór í KA-heimilinu í dag og undirstrikaði hversu öflug hún hefur verið á keppnistímabilinu. Fram vann örugglega, 28:18, eftir að hafa verið með yfirhöndina allan leiktímann. Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Fram er eftir sem áður í þriðja sæti deildarinnar. Nathalia Soares Baliana skoraði sjö mörk fyrir KA/Þór.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

KA/Þór – Fram 18:28 (9:12).
Mörk KA/Þórs: Nathalia Soares Baliana 7, Lydía Gunnþórsdóttir 4/4, Aþena Einvarðsdóttir 2, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2, Rafaele Nascimento Fraga 2, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 14/1, 33,3%.
Mörk Fram: Harpa María Friðgeirsdóttir 10, Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 4, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 4, Berglind Þorsteinsdóttir 1, Valgerður Arnalds 1, Svala Júlía Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 7, 41,2% – Ingunn María Brynjarsdóttir 4, 33,3%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

ÍBV – Stjarnan 31:25 (11:11).
Mörk ÍBV: Sunna Jónsdóttir 9, Birna Berg Haraldsdóttir 5, Elísa Elíasdóttir 4, Amelía Einarsdóttir 3/3, Birna María Unnarsdóttir 3, Ásdís Guðmundsdóttir 3, Þóra Björg Stefánsdóttir 2, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 1, Karolina Olszowa 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 17/2, 42,1% – Réka Edda Bognár 1/1, 50%.
Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 8, Eva Björk Davíðsdóttir 6/2, Embla Steindórsdóttir 4, Vigdís Arna Hjartardóttir 3, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 1, Ivana Jorna Meincke 1, Anna Karen Hansdóttir 1, Anna Lára Davíðsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 15, 34,1%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Valur – Afturelding 33:18 (23:7).
Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 13/4, Sigríður Hauksdóttir 5, Lilja Ágústsdóttir 5, Thea Imani Sturludóttir 3, Elín Rósa Magnúsdóttir 2, Morgan Marie Þorkelsdóttir 2, Guðrún Hekla Traustadóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 11, 50% – Sara Sif Helgadóttir 8, 53,3%.
Mörk Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 5, Ragnhildur Hjartardóttir 3, Hrafnhildur Hólm Guðnadóttir 2, Katrín Erla Kjartansdóttir 2, Hildur Lilja Jónsdóttir 2, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 1, Lovísa Líf Helenudóttir 1, Anna Katrín Bjarkadóttir 1, Telma Rut Frímannsdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 13, 28,9%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

ÍR – Haukar 27:28 (13:11).
Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 8/5, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 5, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 5, Matthildur Lilja Jónsdóttir 4, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 3, Anna María Aðalsteinsdóttir 1, Hanna Karen Ólafsdóttir 1.
Varin skot: Ísabella Schöbel Björnsdóttir 10, 26,3%.
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 9/4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 5, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 4, Ragnheiður Sveinsdóttir 2, Alexandra Líf Arnarsdóttir 2, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Sara Odden 2, Birta Lind Jóhannsdóttir 1, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1/1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 5/1, 22,7% – Elísa Helga Sigurðardóttir 2, 16,7%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -