- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Spánverjar í undanúrslitum EM í tíunda sinn

Leikmenn spænska landsliðsins voru glaðir í bragði þegar þeir höfðu tryggt sér sæti í undanúrslitum á EM í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ríkjandi Evrópumeistarar Spánar eru komnir í undanúrslit á Evrópumótinu í handknattleik karla í handknattleik. Þeir innsigluðu þátttökurétt sinn í keppni fjögurra bestu liða mótsins með eins marks sigri á Pólverjum, 28:27, í Bratislava í dag. Í kvöld kemur í ljós hvort það verða Svíar eða Norðmenn sem fylgja Spánverjum í undanúrslit úr milliriðlinum í Bratislava en frændþjóðirnar hefja leik klukkan 19.30.


Spánn hefur þar með komist í undanúrslit í tíu skipti í sögunni sem er met í sögu keppninnar, einu sinni oftar en Danir og Króatar. Þetta er um leið í áttunda sinn á öldinni og sjötta mótið í röð sem spænska landsliðið nær svo langt á EM.

Mörk Póllands: Arkadiusz Moryto 6, Damian Przytula 5, Michal Daszek 5, Piotr Jedraszczyk 5, Przemyslaw Krajewski 2, Dawid Dawydzik 2, Maciej Gebala 1,  Kamil Syprazak 1.

Mörk Spánar: Ferran Sole 4, Agustin Casado 4, Aleix Gomez 3, Ian Tarrafeta 3, Adrian Figueras 3, Joan Canellas 3, Angel Fernandez 3, Jorge Maqueda 2, Daniel Sarmiento 1, Eduardo Gurbindo 1, Aitor Arino 1.

Rodrigo Corrales markvörður Spánar sá til þess að Pólverjar jöfnuðu ekki metin undir lokið með tveimur frábærum vörslum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -