- Auglýsing -
- Auglýsing -

Spennan eykst á toppnum

Elliði Snær Viðarsson leikmaður Gummersbach. Mynd/Nastasja Kleinjung / VfL Gummersbach
- Auglýsing -

Aukin spenna hefur hlaupið í toppbaráttu þýsku 2. deildarinnar eftir að efsta liðið Hamburg tapaði í dag fyrir Ferndorf á sama tíma og lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummerbach unnu Bietigheim. Fyrir helgina tapaði N-Lübbecke stigum. Þess vegna er svo komið að aðeins munar einu stigi á þremur efstu liðunum þegar liðin þrjú eiga sex til sjö leiki eftir.

Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt mark fyrir Gummersbach þegar liðið vann Bietigheim, 31:25, í dag. Eyjamaðurinn var tvisvar vísað af leikvelli. Aron Rafn Eðvarðsson stóð í marki Bietigheim í nærri 40 mínútur í leiknum og varði fjögur skot.


EHV Aue, sem Rúnar Sigtryggsson þjálfar um þessar mundir, hefur verið í sókn í síðustu umferðum. Í dag vann liðið góðan sigur á Lübeck-Schwartau, 34:26, á heimavelli. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði sex mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson stóð í marki Aue í nærri hálftíma og varði fjögur skot.


Úrslit annarra leikja í dag og í gær:
Konstanz – Fürstenfeldbruck 29:33
HSV Hamburg – Ferndorf 27:30
Elbflorenz – Dessau 28:29
Dormagen – Emsdetten 30:30
Lübbecke – Hamm 22:20
Eisenach – Rimpar 26:17
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -