- Auglýsing -
- Auglýsing -

Spennufall þegar markmiðið var í höfn

Leikmenn Volda kátir eftir sigur á Levanger á miðvikudagskvöld sem innsiglaði sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð. Hilmar Guðlaugsson aðstoðarþjálfari er lengst t.v. í efri röð og Halldór Stefán Haraldsson lengst t.h. i efri röð. Katrín Tinna Jensdóttir er sú fimmta f.v. í efri röð (3). Mynd/Facbooksíða Volda Handball

Spennufall varð hjá leikmönnum Volda í dag þegar þeir léku síðasta leik sinn í norsku 1. deildinni en fyrr í vikunni höfðu þeir tryggt liðinu sæti í norsku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn. Volda tapaði síðasta leiknum á heimavelli í dag fyrir leikmönnum Charlottenlund SK, 27:26.


Charlottenlund SK var fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:13. Leikmönnum Volda tókst ekki að bíta úr nálinni í síðari hálfleik. Tapið kemur ekki í veg fyrir að Volda fari upp um deild. Liðið situr í efsta sæti 1. deildar þegar keppni í deildinni er lokið. Liðið er með 35 stig í 20 leikjum.


Halldór Stefán Haraldsson og Hilmar Guðlaugsson voru að vanda við stjórnvölin hjá Volda og Katrín Tinna Jensdóttir stóð fyrir sínu í vörninni.

Sara Dögg Hjaltadóttir, leikmaður Gjerpen HK Skien.


Sara Dögg Hjaltadóttir og félagar í Gjerpen HK Skien höfnuðu í öðru sæti í deildinni, einnig með 35 stig en lakari stöðu í innbyrðisleikjum við Volda. Sara Dögg skoraði tvö mörk fyrir Gjerpen í dag í stórsigri á Reistad, 45:29.
Gjerpen HK Skien tekur á næstunni þátt í umspili um sæti í úrvalsdeildinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -