- Auglýsing -
- Auglýsing -

Spennulaust í Pescara

Christian Berge, þjálfari norska karlalandsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Norðmenn voru ekki í erfiðleikurm með landslið Ítalíu í eina leiknum sem fram fór í 6. riðli undankeppni EM2022 í handknattleik karla í þessari umferð. Norska liðið vann með 15 marka mun, 39:24, í Pescara á Ítalíu í kvöld. Viðureign Noregs og Lettlands sem átti að fara fram á miðvikudaginn í Ósló var frestað eins og viðureign Hvíta-Rússlands og Ítalíu sama dag. Þriðja leiknum sem slegið var á frest í riðlinum var viðureign Lettlands og Hvíta-Rússlands sem átti að vera háður um helgina.

Þar með standa þrír leikir eftir í þessum riðli sem óvíst er hvenær hægt verður að leika. A.m.k. leika Norðmenn ekki viðureign sína við Lettland í landsleikjavikunni í apríl því að þá verða þeir í forkeppni Ólympíuleikanna gangi allt samkvæmt áætlun.

Yfirburðir Norðmanna í leiknum í Pescara voru miklir. Þeir voru komnir með tíu marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 17:7. Sandor Sagosen, helsta stjarna Norðmanna, var þá búinn að skora fjögur mörk og eiga fimm stoðsendingar. Hann kom lítið við sögu í síðari hálfleik.

Magnus Jöndal og Kvein Gulliksen skoruðu sjö mörk hvor fyrir norska landsliðið og voru markahæstir. Harald Reinkind og Sagosen voru næstir með fimm mörk hvor. Magnus Gullerud og Erik Thorsteinsen Toft voru með þrjú hvor.

Stefano Arcieri skoraði fjögur mörk fyrir ítalska liðið og þeir Michele Skatar, Gianluca Dapiran, Riccardo Stabellini og Thomas Bortoli voru með þrjú mörk hvor.

14 marka sigur í Prishtina


Svíar voru heldur ekki vændræðum með landslið Kósóvó í Prishtina, lokatölur 30:16, en þjóðirnar eru í áttunda riðli eins og Rúmenar og Svartfellingar. Svíar voru með fimm marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 15:10. Þeir hafa nú fjögur stig eftir tvo leiki en Kósóvóbúar eru án stiga.
Lucas Pellas skoraði níu mörk fyrir Svía og þeir Daniel Pettersson og Simon Jeppsson fjögur mörk hvor. Lítt reyndari menn sænska hópsins fengu að spreyta sig að þessu sinni hjá nýjan landsliðsþjálfaranum, Norðmanninum Glenn Solberg.
Kastriot Jupa og Egzon Gjuka skoruðu fjögur mörk hvor fyrir lið Kósóva.

Rúmenar komnir á blað


Í sama riðli fóru Rúmenar illa með Svaratfellinga í Baia Mare í Rúmeníu, 36:27. Rúmenska liðið var þremur mörkum yfir í hálfleik og hafði yfirhöndina frá upphafi til enda. Rúmenar eru komnir með tvö stig í tveimur leikjum en þeir töpuðu fyrir Svíum á fimmtudaginn í Partille. Svartfellingar eru án stiga.
Gabriel Bujor skoraði átta mörk fyrir rúmenska landsliðið. Radu Dristian Chita, Andrei Bicusor Negru og Calin Mihai Cabur skoruðu sex sinnum hver. Stefan Vujovic skoraði sex mörk fyrir Svartfellinga og var markahæstur. Marko Lasica og Milos Vijovid skoruðu fjögur mörk hvor.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -