- Auglýsing -
- Auglýsing -

Staðfest að Hafdís verður úr leik gegn Svíum

Saga Sif Gísladóttir kemur inn í íslenska landsliðið í dag gegn Svíum í stað Hafdísar Renötudóttur.Mynd/Ívar
- Auglýsing -

Staðfest hefur verið að markvörðurinn Hafdís Renötudóttir getur ekki leikið með íslenska landsliðinu dag gegn Svíum í undankeppni EM. Hafdís meiddist á ökkla á fyrri æfingu landsliðsins í Eskilstuna í gær.

Saga Sif Gísladóttir, markvörður Vals, var kölluð inn í liðið í staðinn og fór hún frá Íslandi í morgun með flugi til Stokkhólms. Hún kemur til Eskilstuna um hádegið og verður annar tveggja leikmanna Íslands í leiknum sem hefst klukkan 17. Hinn markvörðurinn er Elín Jóna Þorsteinsdóttir.


Íslenska landsliðið sem leikur við Svía í dag er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringköbing Håndbold (30/0).
Saga Sif Gísladóttir, Val (4/0).

Aðrir leikmenn:
Berglind Þorsteinsdóttir, HK (0/0).
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (23/20).
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (0/0).
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (5/4).
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni (42/80).
Hildigunnur Einarsdóttir, Val (81/82).
Lovísa Thompson, Val (24/50).
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (31/41).
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (99/209).
Sandra Erlingsdóttir, EH Aalborg (3/5).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (58/43).
Thea Imani Sturludóttir, Val (45/58).
Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK (3/5).
Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór (29/28).

Rut Arnfjörð Jónsdóttir verður fyrirliði. Hún leikur sinn 100. landsleik að þessu sinni.

Handbolti.is er í Eskilstuna og verður með textalýsingu úr Stiga Sport Arena.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -