- Auglýsing -
- Auglýsing -

Staðreyndir frá Þýskalandi

Arnór Þór Gunnarsson. Mynd/Bergischer HC
- Auglýsing -

Fjórir íslenskir handknattleiksmenn voru í eldlínunni í kvöld í þýsku 1. deildinni í handknattleik þegar fimm leikir voru á dagskrá. Efstu liðin tvö, Flensburg og THW Kiel, unnu sína leiki og munar aðeins einu stigi á þeim eftir 22 leiki. Alexander Petersson lék með Flensburg og skoraði eitt mark.

Arnór Þór Gunnarsson lék afar vel fyrir Bergischer HC sem tapaði í heimsókn sinni til meistaranna í Kiel. Arnór Þór skoraði átta mörk og var markahæsti leikmaður vallarins ásamt hægri hornamanni Kiel, Svíanum Niclas Ekberg. Arnór og félagar sluppu úr sóttkví fyrir fjórum dögum og réðust ekki á garðinn þar sem hann var lægstur í beinu framhaldi.

Úrslit kvöldsins:

Kiel – Bergischer HC 33:30
Arnór Þór Gunnarsson skorað 8 mörk fyrir Bergischer, þar af 4 úr vítaköstum og var með fullkomna nýtingu.
Essen – Flensburg 28:29
Alexander Petersson skoraði 1 mark fyrir Flensburg.
Leipzig – Balingen 26:18
Oddur Gretarsson skoraði 1 mark.
Ludwigshafen – Stuttgart 28:24
Viggó Kristjánsson skoraði 4 mörk, þar af 2 úr vítaköstum.

Staðan í þýsku 1. deildinni:
Flensburg 40(22), Kiel 39(22), Rhein-Neckar Löwen 38(26), Magdeburg 36(24), Göppingen 33(23), Füchse Berlin 29(25), Wetzlar 28(25), Bergischer 27(23), Melsungen 25(21), Leipzig 25(25), Lemgo 24(22), Erlangen 22(23), Stuttgart 21(26), Hannover-Burgdorf 18(23), GWD Minden 16(25), Balingen 15(25), Ludwighafen 13(25), Nordhorn 12(25), Essen 11(25), Coburg 8(25).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -